Hildur Sif Thorarensen:
„Við sem fylgjumst með umræðunni um orkupakkann höfum séð skammstöfuninni ACER ítrekað bregða fyrir og eflaust hafa margir velt því fyrir sér hvað þetta þýðir. Skammstöfunin stendur fyrir Agency for the Cooperation of Energy Regulators og hefur nafnið verið íslenskað sem Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Ég ætla mér héðan í frá að tala um hana sem ACER.
ACER er þó ekki eina skammstöfunin sem getur hafa truflað þá sem fylgjast grannt með þessu mikla hitamáli,en auk hennar má nefna ESA sem stendur fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. Til að flækja málin enn frekar, hefur töluvert verið þjarkað um hvor stofnunin það sé sem raunverulega hefur valdheimildir þegar kemur að EFTA-ríkjunum, í okkar tilfelli Íslandi, en réttasta svarið er að valdheimildunum sé deilt bróðurlega á milli stofnananna tveggja.
Nánar á vefsíðu Viljans 5. júní 2019