Guðni Ágústsson:
“ Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og almenningur er dómharður í garð stjórnmálamanna og kröfuharður einnig um drenglyndi. Það er galið að gengið sé á gefin loforð og stefnumarkandi ályktanir flokksfélaganna. Svo kemur þriðji orkupakkinn eins og „uppvakningur” sem sendur er ríkisstjórninni og flokkum hennar til höfuðs. Enginn taldi að ógn stafaði af honum því leitað yrði undanþágu þar sem æðstu stofnanir bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn innleiðingu hans og formenn flokkanna og margir þingmenn og ráðherrar flokkanna talað með þeim hætti að innleiðing væri ekki á dagskrá.“
Enginn munur er á að veita ESB vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að afhenda þeim vald yfir fiskveiðilögsögu okkar.
Geir Waage:
„Samþykkt þriðja orkupakkans skerðir fullveldi þjóðarinnar. Enginn munur er á að veita útlendingum vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að undirgangast vald þeirra yfir fiskveiðilögsögu okkar. Þar er enginn eðlismunur á.“
Viltu aðstoða okkur við dreifingu?
Nú þegar um hálfur mánuður er fram að þingstubbnum, þar sem gert er ráð fyrir að 3. orkupakkinn verði afgreiddur, blæs Orkan okkar til víðtækari kynninga á þeim margvíslegu rökum sem mæla gegn áframhaldandi innleiðingu orkulaggjafar ESB.
Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með 10 góðum ástæðum, sem samtökin hafa tekið saman, fyrir því að hafna pakkanum. Á morgun er von á dreifildi úr prentum þar sem sömu ástæður eru taldar.
Okkur vantar fólk til að aðstoða okkur við dreifinguna. Ef þú vilt aðstoða okkur þá er búið að stofna hóp á Facebook. Þeir sem eru tilbúnir til að dreifa eru hvattir til að smella á þessa krækju og sækja um inngöngu í hópinn. Þeir sem eru ekki á Facebook geta sent okkur póst á orkanokkar@gmail.com
Eins má minna á plakötin en það eru enn þá 250 eintök af þeim eftir (lesa meira um þau hér). Svo minnum við á límmiða í bíla fyrir þá sem vilja styrkja okkur í viðspyrnunni gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB (lesa meira um þá hér).
Við getum ekki samþykkt framsal orkuauðlindanna við núgildandi stjórnarskrá
Árni Már Jensson:
„Ein af spurningum fáránleikans í þessu O3 máli er:
Hvernig hvarflar það, að stjórnmálaflokkum í vestrænu lýðræðisríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóðenda sinna, þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli? Undiralda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mundir. Þetta mál er margslungið og krefst ítarlegrar umfjöllunar, umræðu og umsagnar þegnanna. Ég minni á lýðræðið í þessu samhengi og þann hugræna mátt að nýta hyggjuvit heillar þjóðar í atkvæðagreiðslu í stað fámenns hóps misvitra umboðsmanna valdsins. Ákvörðun með fjöregg þjóðarinnar er mikil ábyrgð sem krefst skilyrðislauss gegnsæis í allri umræðu og hefur reynslan af framsali auðlinda sjávar og einkavæðingu bankanna kennt okkur að stjórnmálastéttinni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA staðfesti.“
Markmið orkupakkans er ekki að efla hinn innri markað
Ómar Geirsson:
„Hverjum datt í hug sá barnaskapur að láta iðnaðarráðherra fullyrða að orkupakkinn snérist um neytendavernd þegar hann fjallar um tengingar milli landa (cross border) og stofnunar yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER? Og af hverju hafði hún ekki dómgreind til að láta ekki svona vitleysu út úr sér??