
Guðni Ágústsson:
“ Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og almenningur er dómharður í garð stjórnmálamanna og kröfuharður einnig um drenglyndi. Það er galið að gengið sé á gefin loforð og stefnumarkandi ályktanir flokksfélaganna. Svo kemur þriðji orkupakkinn eins og „uppvakningur” sem sendur er ríkisstjórninni og flokkum hennar til höfuðs. Enginn taldi að ógn stafaði af honum því leitað yrði undanþágu þar sem æðstu stofnanir bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn innleiðingu hans og formenn flokkanna og margir þingmenn og ráðherrar flokkanna talað með þeim hætti að innleiðing væri ekki á dagskrá.“