Geir Waage:
„Samþykkt þriðja orkupakkans skerðir fullveldi þjóðarinnar. Enginn munur er á að veita útlendingum vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að undirgangast vald þeirra yfir fiskveiðilögsögu okkar. Þar er enginn eðlismunur á.“
„Ísland er og verður fjarri erlendum mörkuðum. Það eitt dregur úr samkeppnishæfni Íslendinga miðað við önnur lönd. Fjarlægð við erlenda markaði mun ávallt draga úr samkeppnishæfni Íslands gagnvart útlöndum.
Það er því lífsnauðsynlegt að Ísland nýti allar auðlindir sínar í þágu þjóðarinnar, til að auka samkeppnishæfni okkar gagnvart útlöndum. Ódýr íslenzk orka er forsenda fyrir framleiðslu hér heima, sem bætir upp fjarlægð landsins frá mörkuðum erlendis.
Ísland á að nýta náttúruauðlindir sínar til atvinnuuppbyggingar í þágu landsmanna á Íslandi öllu.
Nánar á vefsíðu Viljans þ. 15. ágúst 2019