Eng­inn mun­ur er á að veita ESB vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að afhenda þeim vald yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar.

Geir Waage

Geir Waage:
„Samþykkt þriðja orkupakk­ans skerðir full­veldi þjóðar­inn­ar. Eng­inn mun­ur er á að veita út­lend­ing­um vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að und­ir­gang­ast vald þeirra yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar. Þar er eng­inn eðlis­mun­ur á.“

„Ísland er og verður fjarri er­lend­um mörkuðum. Það eitt dreg­ur úr sam­keppn­is­hæfni Íslend­inga miðað við önn­ur lönd. Fjar­lægð við er­lenda markaði mun ávallt draga úr sam­keppn­is­hæfni Íslands gagn­vart út­lönd­um.

Það er því lífs­nauðsyn­legt að Ísland nýti all­ar auðlind­ir sín­ar í þágu þjóðar­inn­ar, til að auka sam­keppn­is­hæfni okk­ar gagn­vart út­lönd­um. Ódýr ís­lenzk orka er for­senda fyr­ir fram­leiðslu hér heima, sem bæt­ir upp fjar­lægð lands­ins frá mörkuðum er­lend­is.

Ísland á að nýta nátt­úru­auðlind­ir sín­ar til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar í þágu lands­manna á Íslandi öllu.

Nánar á vefsíðu Viljans þ. 15. ágúst 2019

Deila þessu: