Þriðji orkupakki ESB skapar pólitíska óvissu

Guðni Ágústsson f.v. ráðherra

Guðni Ágústsson:
“ Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og al­menn­ing­ur er dóm­h­arður í garð stjórn­mála­manna og kröfu­h­arður einnig um dreng­lyndi. Það er galið að gengið sé á gef­in lof­orð og stefnu­mark­andi álykt­an­ir flokks­fé­lag­anna. Svo kem­ur þriðji orkupakk­inn eins og „upp­vakn­ing­ur” sem send­ur er rík­is­stjórn­inni og flokk­um henn­ar til höfuðs. Eng­inn taldi að ógn stafaði af hon­um því leitað yrði und­anþágu þar sem æðstu stofn­an­ir bæði Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokks­ins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn inn­leiðingu hans og for­menn flokk­anna og marg­ir þing­menn og ráðherr­ar flokk­anna talað með þeim hætti að inn­leiðing væri ekki á dag­skrá.“

„Hvað varðar Vinstri græn töldu menn að upp­haf þeirra væri svo bundið nátt­úru Íslands að þar yrði fyr­ir­staða en það er sjald­gæft og und­an­tekn­ing ef fram kem­ur rödd þar sem and­mæl­ir. Svo ger­ist það eins og hendi sé veifað að þing­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna taka þessa ein­beittu ákvörðun, koma sam­an eft­ir að hafa landað kjara­samn­ing­um við verka­lýðshreyf­ing­una og setja stefn­una á að klára orkupakk­ann, einn tveir og þrír. En fyr­ir­staðan varð meiri en for­ingj­ana grunaði og enn við lok umræðu á Alþingi í sum­ar var staðan sú að í öll­um stjórn­ar­flokk­un­um var meiri­hluti gegn inn­leiðingu hans og stór meiri­hluti flokks­manna Fram­sókn­ar og Vinstri grænna. Og í land­inu öllu vel yfir 60% þjóðar­inn­ar. Til­finn­inga­lega er málið á pari við Ices­a­ve,“ segir Guðni Ágústsson.

Nánar á vefsíðu Viljans þ. 15. ágúst 2019

Deila þessu: