Við getum ekki sam­þykkt fram­sal orku­auð­lind­anna við núgild­andi stjórn­ar­skrá

Árni Már Jensson

Árni Már Jensson:
„Ein af spurn­ingum fárán­leik­ans í þessu O3 ­máli er:
Hvernig hvarflar það, að stjórn­mála­flokkum í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóð­enda sinna, þjóð­ar­innar í jafn mik­il­vægu máli? Und­ir­alda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mund­ir. Þetta mál er marg­slungið og krefst ítar­legrar umfjöll­un­ar, umræðu og umsagnar þegn­anna. Ég minni á lýð­ræðið í þessu sam­hengi og þann hug­ræna mátt að nýta hyggju­vit heillar þjóðar í atkvæða­greiðslu í stað fámenns hóps mis­vitra umboðs­manna valds­ins. Ákvörðun með fjöregg þjóð­ar­innar er mikil ábyrgð sem krefst skil­yrð­is­laus­s ­gegn­sæ­is í allri umræðu og hefur reynslan af fram­sali auð­linda sjávar og einka­væð­ingu bank­anna kennt okkur að stjórn­mála­stétt­inni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA ­stað­festi.“

„Fari svo óheppi­lega að O3 verði að lögum frá Alþingi í óþökk okkar þegn­anna, yrði það að öllum lík­indum olía á bál­köst ESB aðskiln­að­ar­sinna og hugs­an­legt upp­haf að úrsögn Íslands úr EES samn­ingnum sem yrði mun stærra, nei­kvæð­ara og afdrifa­rík­ara mál en hægt er að gera grein fyrir hér. Ég er ekki viss um að ­flutn­ings, -og ­stuðn­ings­menn O3 í rík­is­stjórn og stjórn­ar­and­stöðu átti sig á þeirri p­and­óru­öskju ­sem þeir fikta nú við, með­vitað eða ómeð­vit­að? Eða er þeim e.t.v. sama? Úrsögn Íslands frá EES samn­ingnum yrði Íslenskri þjóð lýð­ræð­is­legt áfall; póli­tísk, rétt­ar­fars­leg og við­skipta­leg aft­ur­för um ára­tugi. Enn og aft­ur, þögn flokka í stjórn­ar­and­stöðu er veru­legt áhyggju­efni í þessu sam­hengi?“

Nánar á vefsíðu Kjarnans þ. 14. ágúst 2019

Deila þessu: