Markmið orkupakkans er ekki að efla hinn innri markað

Ómar Geirsson

Ómar Geirsson:
„Hverjum datt í hug sá barnaskapur að láta iðnaðarráðherra fullyrða að orkupakkinn snérist um neytendavernd þegar hann fjallar um tengingar milli landa (cross border) og stofnunar yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER?  Og af hverju hafði hún ekki dómgreind til að láta ekki svona vitleysu út úr sér??

„Hvernig dettur mönnum í hug að bjóða fullorðnu fólki uppá þá vitleysu að það sé hægt að samþykkja mikilvægt regluverk Evrópusambandsins með þeim fyrirvara að ekki sé ætlunin að fara eftir því??  Auðvitað er slíkt hugsað til að slá ryki í augun fólks og það má vel vera að einhver fyrir utan Halldór Blöndal trúi slíku, en það afsakar samt ekki forheimskuna.  Þeir sem stjórna landinu á komandi árum munu virða reglugerðina, enda ekki stætt á öðru.  Treysti þeir sér ekki til þess þá þurfa þeir fyrst að segja upp EES samningnum.“ Markmið orkupakkans er ekki að efla hinn innri markað

Nánar hér

Deila þessu: