fbpx

Kjördæmaþing Framsóknarflokksins hafnar þriðja orkupakkanum

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra

Í forsíðufrétt Morgunblaðsins 12. nóvember 2018 er sagt frá því að framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi hafi á kjördæmaþingi samþykkt að hafna þriðja orkupakkanum. Áréttað er í ályktuninni að ekki verði tekið upp í EES samninginn ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Í sömu frétt er rætt við Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins sem segir „Þetta verður rætt á haustfundi miðstjórnar um næstu helgi. Flokksþing hefur ályktað gegn orkupakkanum og þetta er eitthvað sem okkar bakland vill fara gaumgæfilega yfir, enda rík ástæða til,“ Lilja segir jafnframt að það sé skýrt í hennar huga að Framsóknarflokkurinn taki ekki þátt í að samþykkja framsal fullveldis til stofnana sem Ísland eigi ekki aðild að. „Það þarf að tryggja að þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við tökum á okkur stangist ekki á við stjórnarskrána. Það skiptir flokksmenn okkar miklu máli og við tökum fullt tillit til þess.“ 

Sigmundur Davíð og Brynjar Níelsson hafa efasemdir um þriðja orkupakkann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir þáttarins Þingvellir á K100 11. nóvember 2018. Báðir viðruðu efasemdir. Sigmundur Davíð benti á að það framsal fullveldis sem fælist í pakkanum stangaðist á við stjórnarskrá. Þáttastjórnandin kvartaði yfir því að þingmenn sjálfstæðisflokks hefðu verið tregir til að mæta í þáttinn til að ræða þetta mál við Sigmund Davíð. Brynjar Níelsson talaði um að þarna væri mikið framsal og það færi illa í menn og sagði „Ef við erum ekki sáttir við þetta getum við á ekki bara hafnað þessu? En við fáum ekki nógu góð svör við þessu.“

Hér má hlusta á upptöku af þættinum Þingvellir á K100. Umræðan um þriðja orkupakkann hefst á 28. mínútu.

Að ýta vanda orkupakkans á undan sér eykur vandann

Eftir Elías Elíasson
Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember 2018

Elías B. Elíasson verkfr.

Það heyrist ítrekað frá ráðamönnum þjóðarinnar að best sé að samþykkja þriðja orkupakkann eins og hann er, en fást við sæstrenginn þegar það kemur upp. Það mundi setja EES-samninginn í uppnám að fella pakkann núna, segja menn. Sú hugmynd heyrðist frá formanni Sjálfstæðisflokksins að setja lög sem krefjast samþykkis Alþingis fyrir sæstreng og láta síðan reyna á þau þegar þar að kemur. Þessar hugmyndir byggjast á vanþekkingu og mér er spurn, hver ber ábyrgð á því að ráðamenn fái allar þær upplýsingar sem þarf til að móta afstöðu í þessu stóra máli.

Lesa áfram „Að ýta vanda orkupakkans á undan sér eykur vandann“

Ice Link strengur á forgangslista ESB

Ljóst er, að íslensk yfirvöld hafa lagt blessun sína á langningu sæstrengs til Íslands skv. frétt í Mbl. þ. 10. nóvember s.l. 
Að fram­gangi verk­efn­is­ins vinna Landsnet, Lands­virkj­un og Nati­onal Grid In­terconn­ector Hold­ings Ltd. Reiknað er með að  að sæ­streng­ur­inn verði tek­inn í notk­un árið 2027, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu.
Sjá nánar frétt í Mbl.