Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir þáttarins Þingvellir á K100 11. nóvember 2018. Báðir viðruðu efasemdir. Sigmundur Davíð benti á að það framsal fullveldis sem fælist í pakkanum stangaðist á við stjórnarskrá. Þáttastjórnandin kvartaði yfir því að þingmenn sjálfstæðisflokks hefðu verið tregir til að mæta í þáttinn til að ræða þetta mál við Sigmund Davíð. Brynjar Níelsson talaði um að þarna væri mikið framsal og það færi illa í menn og sagði „Ef við erum ekki sáttir við þetta getum við á ekki bara hafnað þessu? En við fáum ekki nógu góð svör við þessu.“