Buxurnar eru híalín – axlabönd og belti eru blekking

Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson f.v. ráðherra:
” Lagaspekingarnir segja: „Möguleg lausn gæti falist í því að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt með lagalegum fyrirvara um að ákvæði hans um grunnvirki yfir landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/-2009, öðlist ekki gildi, enda er slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á landi.“
Þetta þýðir víst að sæstrengirnir verði aðeins lagðir ef Alþingi lögfesti það. Þessari lausn, ef lausn skyldi kalla, lýkur svo með orðum þeirra: „Þessi lausn er þó ekki gallalaus.“ Þarna bregða þeir fyrir sig Ara fróða „hvað sem missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist“. Þetta er fullkominn lögfræðilegur fyrirvari. Þeir þvo hendur sínar eins og Pílatus forðum, fría sig af ákvörðun Alþingis í framtíðinni. “

Nánar í Mbl þ. 18. apríl 2018

Í krafti fjöldans

Guðni Karl Harðarson:
“Það er eig­in­lega ótrú­legt til þess að hugsa að þing­menn skuli ætla sér að sam­þykkja Orku­pakka 3 þvert gegn vilja mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­innar sem er and­stæð­ingur hans. Grund­vall­ar­at­riði er að það er þjóðin sjálf sem á ork­una. Og ófrá­víkj­an­legt að við getum notið alla orku lands­ins okkar sjálf, ein­göngu til eigin nota.

** Ágæti þing­maður þú sem ætlar þér að sam­þykkja Orku­pakka 3. Ég skora á þig að hugsa málið vand­lega. Hvað þú gerir þjóð þinni með því! Ég hvet þig/ykkur til að hugsa til almenn­ings í þessu landi með virð­ingu og trausti. Verið heið­ar­legir og leyfið fólki að kjósa um þetta mjög mik­il­væga mál. **

Nánar á Kjarnanum

Orkan okkar: Rök á móti sæstreng

Samtökin Orkan okkar hafa sett fram rök sem mæla gegn afsali á völdum þjóðarinnar í orkumálum. Þessi rök er öll að finna á vefsíðu samtakanna. Smelltu á hlekkinn til að kynna þér þau. Hér verða eingöngu talin rökin sem mæla gegn lagningu sæstreng undir orkulagabálki ESB. Það er rétt að taka það fram að hvorki númerin né röðin er sú sama og á vefsíðunni. Í einstaka tilfellum hefur orðalagið líka verið einfaldað.

Hvað gera fram­sókn­ar­menn og vinstri græn­ir?

Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson f.v. ráðherra:
” Hvað líða mörg ár þar til þeir inn­lendu og er­lendu auðmenn, sem nú eru að kaupa upp landið og ætla að selja ork­una, virkj­un­ar­rétt­inn og vatnið eins og epli og app­el­sín­ur, hafa kært hið ís­lenska ákvæði um sæ­streng? EES-samn­ing­ur­inn opnaði fyr­ir jarðakaup út­lend­inga og sum­ir segja að jarðalög, sem und­ir­ritaður bar ábyrgð á sem land­búnaðarráðherra, hafi opnað enn frek­ar leið þeirra. Jarðakaup á Íslandi voru leyfð út­lend­ing­um með EES-samn­ingi. Rétt­ur þeirra var inn­leidd­ur í EES. Strax um alda­mót­in 2000 fór eft­ir­lits­stofn­un ESA að krefjast breyt­inga á jarðalög­um frá 1976. Þau stönguðust á við EES-samn­ing­inn. Það var ekk­ert ís­lenskt ákvæði til. Til að forðast lög­sókn og skaðabæt­ur varð að breyta jarðalög­um og jafna leik­regl­urn­ar. “

Nánar á vefsíðu Viljans