Guðni Ágústsson f.v. ráðherra:
“ Hvað líða mörg ár þar til þeir innlendu og erlendu auðmenn, sem nú eru að kaupa upp landið og ætla að selja orkuna, virkjunarréttinn og vatnið eins og epli og appelsínur, hafa kært hið íslenska ákvæði um sæstreng? EES-samningurinn opnaði fyrir jarðakaup útlendinga og sumir segja að jarðalög, sem undirritaður bar ábyrgð á sem landbúnaðarráðherra, hafi opnað enn frekar leið þeirra. Jarðakaup á Íslandi voru leyfð útlendingum með EES-samningi. Réttur þeirra var innleiddur í EES. Strax um aldamótin 2000 fór eftirlitsstofnun ESA að krefjast breytinga á jarðalögum frá 1976. Þau stönguðust á við EES-samninginn. Það var ekkert íslenskt ákvæði til. Til að forðast lögsókn og skaðabætur varð að breyta jarðalögum og jafna leikreglurnar. „
Nánar á vefsíðu Viljans
Um þjóðhagslega hagkvæmni, EES og þriðja orkupakkann
Þorkell Á. Jóhannsson:
“Það er aðeins í blekkingaskyni sem því er haldið fram að höfnun þessa orkupakka ógni EES-samningnum, því hann heimilar okkur einmitt slíka afstöðu. Það er hins vegar ljóst að sæstrengurinn mun valda stórhækkuðu orkuverði til allra notenda hér á landi, stórra sem smárra, t.d. vegna jafnaðar- stefnu ESB og eins og kunnugt er, er húshitunarkostnaður annarra Evrópulanda mun hærri en hér.”
Nánar Mbl. þ. 15. apríl 2019.
Guðlaugur Þór og Ari Trausti vísi ekki veginn
Ögmundur Jónasson segir í Mbl m.a:
„Minnumst þess að ekki eru liðnir margir mánuðir síðan íslenskir skattgreiðendur voru þvingaðir með dómi til að borga Högum og öðrum verslunarrekendum þrjá milljarða í skaðabætur af völdum laga sem Alþingi Íslendinga hafði sett en þóttu brjóta gegn „fjórfrelsi“ ESB/EES. Hver hefði trúað þessu að óreyndu? Almenningur veit að þegar orkugeirinn hefur verið markaðsvæddur mun hann fyrr eða síðar hafna í klóm fjárfesta sem eru staðráðnir í að færa þann hagnað sem nú rennur til samfélagsins í eigin vasa.“
Nánar í Mbl 13. apríl 2019
Af hverju ég?
Ragnhildur Kolka skrifar um 3. orkupakka ESB:
„Þegar 80,5% almennings á Íslandi eru andsnúin afsali valds yfir orkumálum þjóðarinnar, má spyrja – í umboði hvers var þetta mál sett á dagskrá?“
—-
“ Þeir sem vilja virkja hverja sprænu þurfa hins vegar á hinu yfirþjóðlega valdi að halda til að fá framkvæmdaleyfin sem fást með því að skrúbba græna litinn af umhverfissinnum. Allir sem á annað borð hafa fylgst með samskiptum þjóða við ESB gera sér grein fyrir að fyrirvarar halda ekki. Við stöndum núna frammi fyrir glötuðum fyrirvörum varðandi landbúnaðarmálin rétt eins og bresku sjómennirnir sem trúðu á fyrirvara varðandi fiskveiðirétt sinn. Og Brexit-deilan, sem nú tröllríður heimsfréttunum, snýr að stærstum hluta um vantrú á fyrirvörum.“
Nánar í Mbl. þ. 11. apríl 2019
Samþykki orkupakkans nú væri glapræði
Þorbjörn Guðmundsson skrifar í Mbl:
Samþykki pakkans nú væri glapræði þar sem landsmönnum eru ekki ljósir kostir og gallar þess auk þess að ekki verður séð að við séum í kapphlaupi við tímann hvað þetta varðar. Hvort og hvenær við kjósum að tengjast hinum evrópska orkumarkaði og með hvaða hætti á að vera á okkar könnu, ekki annarra.
Nánar í Mbl. þ. 9. apríl 2019