Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri um 3. orkupakka ESB:
„Í kjölfarið á Sjálfstæðisflokkurinn að efna til atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna meðlima sinna, sem teljast vera nokkrir tugir þúsunda, um málið og komast þannig að lýðræðislegri niðurstöðu. Þetta er uppbyggilegri meðferð máls sem ágreiningur er um en að segja pólitíska samherja vera „einangrunarsinna“. Varla getur forystusveit Sjálfstæðisflokksins verið andvíg slíkri málsmeðferð – eða hvað? En þetta mál snýst ekki bara um Sjálfstæðisflokkinn og skoðanir manna þar heldur snýr það að þjóðinni allri .“
Nánar í Mbl þ. 27. apríl 2019
Það er sannarlega kominn tími til að Íslendingar sæki fram í stað þess að hörfa!
Tómas Ingi Olrich f.v. ráðherra:
„Það er mikill barnaskapur að ímynda sér að íslensk stjórnvöld hafi fullt forræði á tengingu landsins við orkumarkað ESB/EES ef þess er hvergi getið í formlegum undanþágum og einungis vitnað í pólitískar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands og framkvæmdastjóra orkumála innan framkvæmdastjórnar ESB.
Yfirlýsingar þessara embættismanna eru ekki á nokkurn hátt lagalega skuldbindandi. Ekki er rétt að útiloka þann möguleika að innan ríkisstjórnar Íslands séu þegar að verða til áætlanir um að tengjast orkumarkaði ESB/EES með sæstreng.“
Nánar í Mbl. þ. 27. apríl 2019
Höfnun Alþingis á 3. orkupakka ESB hefur engin áhrif á EES-samninginn
Jón Baldvin Hannibalsson:
„Hins vegar verða að teljast verulegar líkur á því, að ótímabær lögleiðing orkupakka 3 og ófyrirséðar og óhagstæðar afleiðingar, öndverðar íslenskum þjóðarhagsmunum, muni grafa undan trausti á og efla andstöðu með þjóðinni við EES-samninginn, eins og reynslan sýnir frá Noregi. Þegar af þeirri ástæðu er óráðlegt að flana að fyrirhugaðri löggjöf nú,“
Nánar á vefsíðu Mbl. 25. apríl 2019
Vegvísar og heilög vé
Ómar Ragnarsson skrifar:
„Hér á landi má sjá vegvísa fyrir vegferð okkar í orkumálum, sem hafa birst á síðustu fimm árum og vísa allir í sömu átt og þekktur erlendur blaðamaður með umhverfismál sem sérgrein orðaði við mig í forspá í Íslandsheimsókn um síðustu aldamót. Hann sagði við mig: „Eftir viðtöl mín við helstu áhrifamenn Íslands er niðurstaða mín sú að þið Íslendingar munið ekki linna látum fyrr en þið hafið virkjað allt vatnsafl og jarðvarmaafl landsins, hvern einasta læk og hvern einasta hver.“ Ég hrökk við, en vegvísarnir, sem birst hafa síðan, vísa of margir í sömu átt og þessi forspá til þess að hægt sé að yppta öxlum.“
Nánar í Fréttablaðinu þ. 25. apríl 2019
3. orkupakki ESB, kvótinn og umræðan
Grétar Mar Jónsson:
“Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðar- innar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða.”
Nánar í Fréttablaðinu þ. 25. apríl 2019