Vegvísar og heilög vé

Ómar Ragnarsson

Ómar Ragnarsson skrifar:
„Hér á landi má sjá vegvísa fyrir vegferð okkar í orkumálum, sem hafa birst á síðustu fimm árum og vísa allir í sömu átt og þekktur erlendur blaðamaður með umhverfismál sem sérgrein orðaði við mig í forspá í Íslandsheimsókn um síðustu aldamót. Hann sagði við mig: „Eftir viðtöl mín við helstu áhrifamenn Íslands er niðurstaða mín sú að þið Íslendingar munið ekki linna látum fyrr en þið hafið virkjað allt vatnsafl og jarðvarmaafl landsins, hvern einasta læk og hvern einasta hver.“ Ég hrökk við, en vegvísarnir, sem birst hafa síðan, vísa of margir í sömu átt og þessi forspá til þess að hægt sé að yppta öxlum.“

Nánar í Fréttablaðinu þ. 25. apríl 2019

Deila þessu: