Vilhjálmur Birgisson á 1. maí 2019:
„Raforka á að vera á forræði og í eigu þjóðarinnar og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðsöflin fái að véla með hana, enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.
Öll munum við markaðsvæðingu fjármálakerfisins fyrir hrun þar sem fjárglæframenn einkavæddu gróðann og skattgreiðendur sáttu uppi með tapið, þessa sögu þekkjum við öll allt of vel!
Það er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða að eignarhald á auðlindum sé í samfélagslegri eigu og að við njótum öll arðs af nýtingu auðlindanna og getum ráðstafað okkar orku sjálf til uppbyggingar atvinnu hér á landi.
Nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness
Þingmenn Sjálfstæðisflokks tala eins og vélmenni
Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri:
„Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, undrast að þrátt fyrir víðtæka og þverpólitíska andstöðu við innleiðingu þriðja orkupakkans, haldi margir þingmenn stjórnarflokkanna enn sínu striki og gefi ekkert eftir.
„Þrátt fyrir þá breidd, sem komin er í andstöðuna halda einstakir þingmenn stjórnarflokkanna, og þá fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðisflokksins, áfram að tala eins og vélmenni, hafa uppi sömu setningarnar um að þeir einir séu handhafar staðreynda málsins en allir aðrir hafi uppi lygar, auk þess að uppnefna flokkssystkini sín,“ segir Styrmir á vefsíðu sinni.
Sá málflutningur bendir ekki til að þeir hinir sömu telji sig þurfa að hlusta á fólkið í landinu, að ekki sé talað um að þeir átti sig á að það kemur dagur eftir þennan dag,“ bætir hann við.
Nánar á Styrmir.is
„Neikvæðar afleiðingar“ markmið ESB
Skúli Magnússon lögmaður:
Það er ljóst að „pólitísk slagsíða“ er á EES-samningnum sem felst meðal annars í því að að Íslandi og öðrum EFTA/EES-ríkjum er gert að taka einhliða upp löggjöf frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn sem þau hafi mjög takmarkaða möguleika á að fjalla um. Markmið EES-samningsins er einsleitni. Fyrir vikið á Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að fylgja úrskurðum framkvæmdastjórnar sambandsins og EFTA-dómstóllinn að horfa til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins sem hann og gerir.
Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 29. apríl 2019
Óvissuferð með 3. orkupakka ESB
Viðar Guðjohnsen jr:
“Það þýðir ekki að stimpla alla þá sem hafa áhyggjur af vegferðinni sem fáfróða einangrunarsinna.
Slíkt er raunverulegt lýðskrum! Reyndar var sama rökleysan notuð af þessu sama fólki í Icesavedeilunni. Niðurstaða Icesavedeilunnar er samt sem áður nokkuð skýr og Ísland varð aldrei að Kúbu norðursins eins og menn spáðu.”
Nánar í Mbl. þ. 29. apríl 2019
Hvað með eignarrétt á auðlindum?
Haraldur Ólafsson:
„Það er til lítils að eiga auðlind ef frelsið til að selja eða nýta afurðina er takmarkað. Vald Evrópusambandsins er töluvert og sívaxandi í málum sem lúta að dreifingu og sölu raforku. Það eykst verulega með þriðja orkulagabálknum og mun án efa aukast með orkulagabálkum sem á eftir koma. Einlægur vilji Evrópusambandins til að stjórna orkumálum innan Evrópusambandsins og EES er ekki feimnismál, nema kannski á Íslandi. „
Nánar á vefsíðu Stundin þ. 29. apríl 2019