Þingmenn Sjálfstæðisflokks tala eins og vélmenni

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri:
„Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, undrast að þrátt fyrir víðtæka og þverpólitíska andstöðu við innleiðingu þriðja orkupakkans, haldi margir þingmenn stjórnarflokkanna enn sínu striki og gefi ekkert eftir.
„Þrátt fyrir þá breidd, sem komin er í andstöðuna halda einstakir þingmenn stjórnarflokkanna, og þá fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðisflokksins, áfram að tala eins og vélmenni, hafa uppi sömu setningarnar um að þeir einir séu handhafar staðreynda málsins en allir aðrir hafi uppi lygar, auk þess að uppnefna flokkssystkini sín,“ segir Styrmir á vefsíðu sinni.
Sá málflutningur bendir ekki til að þeir hinir sömu telji sig þurfa að hlusta á fólkið í landinu, að ekki sé talað um að þeir átti sig á að það kemur dagur eftir þennan dag,“ bætir hann við.

Nánar á Styrmir.is

Deila þessu: