Hrægammar markaðsaflana sveima yfir orkuauðlindum þjóðarinnar

Vilhjálbur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Vilhjálmur Birgisson á 1. maí 2019:
„Raf­orka á að vera á for­ræði og í eigu þjóðarinnar og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði.  Raf­magn er und­ir­staða til­veru okk­ar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra, sú ábyrgð er of mik­il til að markaðsöflin fái að véla með hana, enda hef­ur markaðsvæðing grunnstoða yf­ir­leitt ekki bætt þjón­ustu, lækkað verð né bætt stöðu starfs­fólks.
Öll munum við markaðsvæðingu fjármálakerfisins fyrir hrun þar sem fjárglæframenn einkavæddu  gróðann og skattgreiðendur sáttu uppi með tapið, þessa sögu þekkjum við öll allt of vel!
Það er for­senda fyr­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu lífs­gæða að eign­ar­hald á auðlind­um sé í sam­fé­lags­legri eigu og að við njót­um öll arðs af nýt­ingu auðlind­anna og get­um ráðstafað okk­ar orku sjálf til upp­bygg­ing­ar at­vinnu hér á landi.

Nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness

Deila þessu: