Sigrún Elsa Smáradóttir:
“Það að samþykkja regluverkið án þess að fyrir liggi hvort það muni eiga við eða ekki gerir að auki alla umræðu um málið brenglaða og útúrsnúningavæna. Af hverju tökum við ekki bara umræðuna um sæstrenginn núna? Viljum við hann eða ekki? Þá vitum við allavega betur hvaða áhrif það sem verið er að samþykkja mun hafa.”
Nánar í Mbl. þ. 12. júní 2019
Með lögum skal land byggja en ekki brjóta niður
Hildur Sif Thorarensen:
”Það þriðja sem truflaði mig við lestur þessara lagabreytinga var hækkun á raforkueftirlitsgjaldi. HS orka bendir réttilega á að sú hækkun, úr 1 eyri í 1,45 aur, nemur 45% og mun sá kostnaður vissulega enda hjá neytendum. Samkvæmt greinargerð með lögunum er þessi hækkun tilkomin vegna þess að nú ætlar Orkustofnun að færa út kvíarnar og mun því þurfa meira fjármagn til að geta stundað sína starfsemi. Þess að auki þarf Orkustofnun nú að standa straum af ACER með hinum löndunum í EFTA og því fer hluti af þess- um gjöldum beinustu leið til Evrópu- sambandsins.”
Nánar í þ. Mbl. 5. júní 2019
Hvað kom fyrir?
Anna Kolbrún Árnadóttir:
“ Þegar allt kemur til alls er alveg ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ganga ekki einvörðungu gegn afstöðu kjósenda landsins og því sem fram kom í stefnuskrám flokkanna fyrir kosningar er varðar orkupakkann. Þeir ganga jafnframt gegn samþykktum og ályktunum sem þeirra eigin flokksmenn hafa sett fram. Þegar búið er að álykta um málefni er eðlilegt að þingflokkarnir fylgi þeirri stefnu. Ef ekki, hvaða þýðingu hefur það þá fyrir flokkana að hafa virka og áhugasama grasrót? „
Nánar í Mbl. 4. júní 2019
Í hvaða heimi býr Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir?
Árni Árnason vélstjóri:
“Mér finnst felast í því mikill hroki og yfirdrepsskapur að kalla baráttu okkar gegn 3. orkupakk- anum „fellibyl í fingurbjörg“. Ef þetta er hugarfarið sem beitt er þegar efasemdaraddir eru teknar alvarlega og farið vandlega ofan í saumana á þeim, þá er varla von á góðu.
Að lokum. Þessir „fáeinu menn sem tala við sjálfan sig“, eins og ÞKRG orðar það svo yfirlætislega, eru rödd fólksins í landinu, og það hefur aldrei stýrt góðri lukku að smána þá rödd.”
Nánar í Mbl. 5. júní 2019
Hvað er eiginlega þetta ACER?
Hildur Sif Thorarensen:
„Við sem fylgjumst með umræðunni um orkupakkann höfum séð skammstöfuninni ACER ítrekað bregða fyrir og eflaust hafa margir velt því fyrir sér hvað þetta þýðir. Skammstöfunin stendur fyrir Agency for the Cooperation of Energy Regulators og hefur nafnið verið íslenskað sem Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Ég ætla mér héðan í frá að tala um hana sem ACER.
ACER er þó ekki eina skammstöfunin sem getur hafa truflað þá sem fylgjast grannt með þessu mikla hitamáli,en auk hennar má nefna ESA sem stendur fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. Til að flækja málin enn frekar, hefur töluvert verið þjarkað um hvor stofnunin það sé sem raunverulega hefur valdheimildir þegar kemur að EFTA-ríkjunum, í okkar tilfelli Íslandi, en réttasta svarið er að valdheimildunum sé deilt bróðurlega á milli stofnananna tveggja.
Nánar á vefsíðu Viljans 5. júní 2019