„Sí­fellt fleir­um líður eins og að Evr­ópu­sam­bandið beri ekki þá virðingu fyr­ir tveggja stoða kerf­inu og okk­ur finnst það eiga að gera“

Þetta sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar á Alþingi 12. nóvember 2018 þar sem rætt var um þriðju orkutilskipun ESB. Í frétt mbl.is segir ennfremur „Rifjaði hún upp að sam­kvæmt EES-samn­ingn­um væri heim­ilt að neita upp­töku ein­stakra laga­gerða frá Evr­ópu­sam­bands­ins en hins veg­ar hefði slíku neit­un­ar­valdi aldrei verið beitt í raun. Fyr­ir vikið lægi ekki ná­kvæm­lega fyr­ir hvaða af­leiðing­ar það hefði. Þór­dís sagði hins veg­ar að sjálfsagt væri að ræða það hvernig EES-samn­ing­ur­inn væri að þró­ast og hvort rétt væri að stíga niður fæti á ein­hverj­um tíma­punkti, staldra við og spyrja hvort þró­un­in væri á þann hátt að Íslend­ing­ar væru sátt­ir við hana.“ Hér má lesa frétt mbl.is. og  hér má horfa á umræðuna á Alþingi.

Deila þessu:

Kjördæmaþing Framsóknarflokksins hafnar þriðja orkupakkanum

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra

Í forsíðufrétt Morgunblaðsins 12. nóvember 2018 er sagt frá því að framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi hafi á kjördæmaþingi samþykkt að hafna þriðja orkupakkanum. Áréttað er í ályktuninni að ekki verði tekið upp í EES samninginn ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Í sömu frétt er rætt við Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins sem segir „Þetta verður rætt á haustfundi miðstjórnar um næstu helgi. Flokksþing hefur ályktað gegn orkupakkanum og þetta er eitthvað sem okkar bakland vill fara gaumgæfilega yfir, enda rík ástæða til,“ Lilja segir jafnframt að það sé skýrt í hennar huga að Framsóknarflokkurinn taki ekki þátt í að samþykkja framsal fullveldis til stofnana sem Ísland eigi ekki aðild að. „Það þarf að tryggja að þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við tökum á okkur stangist ekki á við stjórnarskrána. Það skiptir flokksmenn okkar miklu máli og við tökum fullt tillit til þess.“ 

Deila þessu:

Ice Link strengur á forgangslista ESB

Ljóst er, að íslensk yfirvöld hafa lagt blessun sína á langningu sæstrengs til Íslands skv. frétt í Mbl. þ. 10. nóvember s.l. 
Að fram­gangi verk­efn­is­ins vinna Landsnet, Lands­virkj­un og Nati­onal Grid In­terconn­ector Hold­ings Ltd. Reiknað er með að  að sæ­streng­ur­inn verði tek­inn í notk­un árið 2027, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu.
Sjá nánar frétt í Mbl.

Deila þessu:

Nokkur órói er innan stjórnar­flokkanna vegna þriðja orku­pakkans

Fréttablaðið sagði þann 10. nóvember 2018 frá fundi ríkisstjórnarflokkanna um þriðja orkupakkann sem fór fram í ráðherrabústaðnum daginn áður. Blaðið hefur eftir forsætisráðherra að fundurinn hafi verið fyrst og fremst til að hefja þessa umræðu og að umræðan hafi verið góð. Það að ríkisstjórn hafi boðað stjórnarþingmenn til sérstaks fundar gefur til kynna að málið sé stjórnarflokkunum erfitt. Fréttin á Frettabladid.is

Deila þessu: