Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar á Alþingi 12. nóvember 2018 þar sem rætt var um þriðju orkutilskipun ESB. Í frétt mbl.is segir ennfremur „Rifjaði hún upp að samkvæmt EES-samningnum væri heimilt að neita upptöku einstakra lagagerða frá Evrópusambandsins en hins vegar hefði slíku neitunarvaldi aldrei verið beitt í raun. Fyrir vikið lægi ekki nákvæmlega fyrir hvaða afleiðingar það hefði. Þórdís sagði hins vegar að sjálfsagt væri að ræða það hvernig EES-samningurinn væri að þróast og hvort rétt væri að stíga niður fæti á einhverjum tímapunkti, staldra við og spyrja hvort þróunin væri á þann hátt að Íslendingar væru sáttir við hana.“ Hér má lesa frétt mbl.is. og hér má horfa á umræðuna á Alþingi.
Kjördæmaþing Framsóknarflokksins hafnar þriðja orkupakkanum
Í forsíðufrétt Morgunblaðsins 12. nóvember 2018 er sagt frá því að framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi hafi á kjördæmaþingi samþykkt að hafna þriðja orkupakkanum. Áréttað er í ályktuninni að ekki verði tekið upp í EES samninginn ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Í sömu frétt er rætt við Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins sem segir „Þetta verður rætt á haustfundi miðstjórnar um næstu helgi. Flokksþing hefur ályktað gegn orkupakkanum og þetta er eitthvað sem okkar bakland vill fara gaumgæfilega yfir, enda rík ástæða til,“ Lilja segir jafnframt að það sé skýrt í hennar huga að Framsóknarflokkurinn taki ekki þátt í að samþykkja framsal fullveldis til stofnana sem Ísland eigi ekki aðild að. „Það þarf að tryggja að þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við tökum á okkur stangist ekki á við stjórnarskrána. Það skiptir flokksmenn okkar miklu máli og við tökum fullt tillit til þess.“
Varaforseti ASÍ er á móti innleiðingu þriðja orkupakkans
Ice Link strengur á forgangslista ESB
Ljóst er, að íslensk yfirvöld hafa lagt blessun sína á langningu sæstrengs til Íslands skv. frétt í Mbl. þ. 10. nóvember s.l.
Að framgangi verkefnisins vinna Landsnet, Landsvirkjun og National Grid Interconnector Holdings Ltd. Reiknað er með að að sæstrengurinn verði tekinn í notkun árið 2027, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu.
Sjá nánar frétt í Mbl.
Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans
Fréttablaðið sagði þann 10. nóvember 2018 frá fundi ríkisstjórnarflokkanna um þriðja orkupakkann sem fór fram í ráðherrabústaðnum daginn áður. Blaðið hefur eftir forsætisráðherra að fundurinn hafi verið fyrst og fremst til að hefja þessa umræðu og að umræðan hafi verið góð. Það að ríkisstjórn hafi boðað stjórnarþingmenn til sérstaks fundar gefur til kynna að málið sé stjórnarflokkunum erfitt. Fréttin á Frettabladid.is