„Sí­fellt fleir­um líður eins og að Evr­ópu­sam­bandið beri ekki þá virðingu fyr­ir tveggja stoða kerf­inu og okk­ur finnst það eiga að gera“

Þetta sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar á Alþingi 12. nóvember 2018 þar sem rætt var um þriðju orkutilskipun ESB. Í frétt mbl.is segir ennfremur „Rifjaði hún upp að sam­kvæmt EES-samn­ingn­um væri heim­ilt að neita upp­töku ein­stakra laga­gerða frá Evr­ópu­sam­bands­ins en hins veg­ar hefði slíku neit­un­ar­valdi aldrei verið beitt í raun. Fyr­ir vikið lægi ekki ná­kvæm­lega fyr­ir hvaða af­leiðing­ar það hefði. Þór­dís sagði hins veg­ar að sjálfsagt væri að ræða það hvernig EES-samn­ing­ur­inn væri að þró­ast og hvort rétt væri að stíga niður fæti á ein­hverj­um tíma­punkti, staldra við og spyrja hvort þró­un­in væri á þann hátt að Íslend­ing­ar væru sátt­ir við hana.“ Hér má lesa frétt mbl.is. og  hér má horfa á umræðuna á Alþingi.

Deila þessu: