Viðar Guðjohnsen jr segir m.a. Í Mbl þ. 9. apríl 2019 um 3. orkupakka ESB:
“Samlegðaráhrifin af valda- framsalinu og aukinni markaðsvæðingu í orkugeiranum geta reynst okkur Íslendingum dýrkeypt. Erum við að festa í lög eitthvert evrópskt reglugerðafargan sem getur gert grundvallarbreytingar á hagsmunum þjóðarinnar og vilja löggjafans með erlendum úrskurði?”
Sjá nánar í Morgunblaðinu þ. 9. apríl 2019
Fréttatilkynning frá Orkunni okkar: Áskorun til þingmanna. Segið nei við þriðja orkupakkanum!
Mánudagur 8. febrúar 2019: Orkan okkar skorar á Alþingismenn að hafna þriðja orkupakkanum.
„Ágætu alþingismenn, segið nei við staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn). Beinið þeim tilmælum til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans enda er Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB.“
Landssamband bakarameistara hafnar orkupakkanum
Frétt frá Landssambandi bakarameistara:
Um mitt ár 2003 tóku gildi hér á landi raforkulög þar sem innleidd var samevrópsk löggjöf á sviði raforkumála. Við þá innleiðingu breyttust taxtar og innheimtuferli orkufyrirtækja á landinu. Landssamband bakarameistara vakti athygli á því þá að stærstur hluti raforkunotkunar í bakaríum fari fram á þeim tíma sólarhrings þegar almenn orkunotkun er í lágmarki. Af þeim sökum og áður en að breytingunni kom höfðu bakarí notið betri kjara raforkuverðs, gegn því að hægt væri að rjúfa rafmagn til þeirra á öðrum tímum sólarhringsins.
Lesa áfram „Landssamband bakarameistara hafnar orkupakkanum“Heimssýn ræddi þriðja orkupakka ESB við forseta Íslands
Fulltrúar Heimssýnar gengu til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þann 29. mars 2019.
Efni fundarins var að ræða þriðja orkupakka ESB. Voru ýmsar hliðar málsins ræddar, bæði er lúta að stjórnskipun og mikilvægi þess að Íslendingar hafi full yfirráð yfir auðlindum landsins. Verði orkupakkamálinu fram haldið má búast við að lagt verði að forsetanum að beita sér með viðeigandi hætti. Einnig var minnst á álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst sem álykta að orkupakkinn feli í sér meira meira framsal ríkisvalds en stjórnarskráin leyfir. Einnig var farið yfir niðurstöður viðhorfskönnunar Maskínu frá því í maí 2018. Hún sýndi að þjóðin er almennt mjög andvíg því að aukið vald yfir orkumálum Íslands verði fært til evrópskra stofnana. Að lokum var einnig rætt um mögulegar lausnir á málinu og hvers vegna Ísland er í fullum rétti til að hafna orkupakkanum.
Flokksráð Miðflokksins ályktar gegn þriðja orkupakka Evrópusambandsins
Á fundi flokksráðs Miðflokksins laugardaginn 30. mars 2019 var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldi, sjálfstæði og auðlindir þjóðarinnar. Flokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun á raforkuverði hér á landi.„
Sjá nánar frétt á kjarninn.is