Felur í sér lagalega óvissu

Frétt í mbl.is 10. apríl 2019

Morgunblaðið ræddi við Friðrik Árni Friðriks­son Hirst sem stóð að álitsgerð um stjórnskipulega fyrirvara v. þriðja orkupakkans fyrir utanríkisráðuneytið. Hvað laga­lega óvissu varðar vegna leiðar rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir Friðrik aðspurður til að mynda ekki úti­lokað að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) teldi ástæðu til þess að höfða samn­inga­brota­mál fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um á þeim for­send­um að Íslandi beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög.

Það yrði þá gert á þeim grund­velli að Alþingi hefði aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðja orkupakk­ans eins og hann hefði verið tek­inn upp í EES-samn­ing­inn sam­kvæmt ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Mögu­legt væri að málið þróaðist með þeim hætti.

Eins væri mögu­legt að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfðuðu skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu ef þeir teldu að ís­lensk lands­lög tryggðu þeim ekki þann rétt sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um.

Lesa fréttina á vef mbl.is

Deila þessu: