Nýr orkupakki ESB: Vilja færa ákvörðunarvaldið til Brussel


Orkumálastjóri Evrópusambandsins,
Miguel Arias Cañete

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir um að færa ákvörðunarvald í orkumálum í auknum mæli frá einstökum aðildarríkjum og til Brussel.

Nýr orkupakki (sá fimmti) er í mótun hjá Evrópusambandinu (þann þriðja stendur til að innleiða hér á landi) og framkvæmdastjórn sambandsins hefur kynnt hugmyndir um að afnema neitunarvald einstakra ríkja þegar kemur að skattlagningu í orkumálum. Þess í stað er í undirbúningi að láta meirihluta aðildaríkja ráða í atkvæðagreiðslum sem byggir á fólksfjölda í hverju ríki fyrir sig. Það þýðir vitaskuld að fjölmennustu aðildarríki ESB munu ráða för í orkumálum, eins og víða annars staðar í ákvarðanatöku innan sambandins.

Nánar á Viljinn

Deila þessu: