Heimssýn ræddi þriðja orkupakka ESB við forseta Íslands

Frosti Sigurjónsson, Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Styrmir Gunnarsson

Fulltrúar Heimssýnar gengu til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þann 29. mars 2019.
Efni fundarins var að ræða þriðja orkupakka ESB. Voru ýmsar hliðar málsins ræddar, bæði er lúta að stjórnskipun og mikilvægi þess að Íslendingar hafi full yfirráð yfir auðlindum landsins. Verði orkupakkamálinu fram haldið má búast við að lagt verði að forsetanum að beita sér með viðeigandi hætti. Einnig var minnst á álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst sem álykta að orkupakkinn feli í sér meira meira framsal ríkisvalds en stjórnarskráin leyfir. Einnig var farið yfir niðurstöður viðhorfskönnunar Maskínu frá því í maí 2018. Hún sýndi að þjóðin er almennt mjög andvíg því að aukið vald yfir orkumálum Íslands verði fært til evrópskra stofnana. Að lokum var einnig rætt um mögulegar lausnir á málinu og hvers vegna Ísland er í fullum rétti til að hafna orkupakkanum.

Deila þessu: