Kolsvört skýrsla um orkupakka 4

Í Noregi hefur verið tekin saman ný skýrsla um það sem sagt er staðreyndir orkukerfis Evrópusambandsins, iðnaðinn og orkuverð. Byggir skýrslan, sem heitir „EUs energiunion, strømprisene og industrien“, á rannsóknum á skjal­festum gögnum, fjöl­miðla­umfjöllun, viðtölum og samtölum við áhrifafólk í orku­geiranum.  Í skýrslunni segir m.a. að mótun lagaramma fyrir sameiginlegt orkunet Evrópu sé nú lokið með gerð orkupakka 1 – 2 – 3 og 4. Lauk því ferli í desember 2018 sem samþykkt í ESB. Hefur þessi fjórði pakki verið sendur ríkisstjórn Noregs með það í huga hann verði felldur inn í EES-samninginn í kjölfar samþykktar Stórþingsins á orkupakka 3 í byrjun síðasta árs. Það er þó háð því að Ísland samþykki einnig innleiðingu á orkupakka 3.

Nánar í Bændablaðinu
Og á vef ESB

Deila þessu:

Hvað þýðir höfnun stjórnskipulegs fyrirvara?

Dóra Sif Tynes

Dóra Sif Tynes skrifar í Kjarnanum:

„Kjósi Alþingi að hafna því að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara á ákvörðun sam­eig­in­legu EES nefnd­ar­innar er ekki staðan sú að menn ein­fald­lega setj­ist niður í sam­eig­in­legu EES nefnd­inni og semji aft­ur. Sam­kvæmt 103. gr. EES-­samn­ings­ins leiðir höfnun á því að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara til þess að fram­kvæmd við­kom­andi hluta EES samn­ings­ins er frestað til bráða­birgða nema sam­eig­in­lega EES-­nefndin ákveði ann­að. Síðan tekur við máls­með­ferð samn­ings­ins um lausn deilu­mála sem eftir atvikum getur falið í sér beit­ingu örygg­is­ráð­stafanna, þ.e. að hlutum samn­ings­ins sé kippt úr sam­bandi, að minnsta kosti tíma­bund­ið.“

Nánar á Kjarninn.is

Deila þessu:

Fjórði orkupakkinn á leiðinni

Á sama tíma og Íslendingar takast á um þriðja orkupakkann vinnur Evrópusambandið að því að innleiða fjórða orkupakkann. Í honum er markið sett á að uppfylla markmið Parísarasamkomulagsins í loftlagsmálum þar sem megináherslan verður lögð á að auka græna orku og orkunýtingu og að draga markvisst úr orkunotkun. Ekki liggur fyrir hvenær þessi nýi pakki verður innleiddur hér á landi.

Nánar á vef Ríkisútvarpsins

Deila þessu:

Vill ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann

Inga Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn — það sem í daglegu tali er nefnt þriðji orkupakkinn.

Í tillögunni felst að Alþingi álykti að heimild ríkisstjórnarinnar til að staðfesta ákvörðunina verði borin undir almenning í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjá nánar á Viljinn.is

Deila þessu: