Kolsvört skýrsla um orkupakka 4

Í Noregi hefur verið tekin saman ný skýrsla um það sem sagt er staðreyndir orkukerfis Evrópusambandsins, iðnaðinn og orkuverð. Byggir skýrslan, sem heitir „EUs energiunion, strømprisene og industrien“, á rannsóknum á skjal­festum gögnum, fjöl­miðla­umfjöllun, viðtölum og samtölum við áhrifafólk í orku­geiranum.  Í skýrslunni segir m.a. að mótun lagaramma fyrir sameiginlegt orkunet Evrópu sé nú lokið með gerð orkupakka 1 – 2 – 3 og 4. Lauk því ferli í desember 2018 sem samþykkt í ESB. Hefur þessi fjórði pakki verið sendur ríkisstjórn Noregs með það í huga hann verði felldur inn í EES-samninginn í kjölfar samþykktar Stórþingsins á orkupakka 3 í byrjun síðasta árs. Það er þó háð því að Ísland samþykki einnig innleiðingu á orkupakka 3.

Nánar í Bændablaðinu
Og á vef ESB

Deila þessu: