ASÍ leggst gegn orkupakkanum: „Feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna“

Drífa Snædal

Drífa Snædal forseti ASÍ um 3. orkupakka ESB:
„Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði,“ segir í umsögninni sem birtist á vef Alþingis í dag og er undirrituð af Drífu Snædal, forseta ASÍ.

„Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.“

Nánar á vefsíðu Stundarinnar þ. 29. apríl 2019

Deila þessu:

Segir ríkisvaldið framselt með orkupakkanum

Stefán Már Stefánsson hrl

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í viðtali við Ríkisútvarpið:

Þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem verður hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ef Alþingi samþykkir, felur í sér að ríkisvaldið verður framselt til alþjóðlegra stofnana.
Spurning: Felur þessi þriðji orkupakki Evrópusambandsins í sér valdaframsal?
Svar: „Já, ég býst við að maður verði að svara þeirri spurningu játandi.“ Á hvaða hátt? „Á þann hátt að ríkisvaldið er að einhverju leyti framselt til alþjóðlegra stofnana.

Nánar á vef Ríkisútvarpsins

Deila þessu:

Að þröngva orkupakkanum upp á þjóðina í trássi við þjóðarviljann

Jón Baldvin Hannibalsson f.v. ráðherra:

Jón Baldvin Hannibalsson

Það er of seint að birgja brunninn, þegar barnið er dottið ofaní. Málið telst því vanreifað af hálfu stjórnvalda. Þess vegna ber löggjafanum að hafna fyrirhugaðri lögfestingu nú. Í staðinn ætti löggjafinn að gera þá kröfu til stjórnvalda, að hin „margvíslegu áhrif” laganna verði rækilega greind út frá íslenskum þjóðarhagsmunum, og hagsmunum neytenda sérstaklega, nú þegar.
Slík þjóðhagsleg greining þarf að liggja fyrir, áður en unnt er að mæla með
tengingu við hinn sameiginlega orkumarkað Evrópu.

Úr umsögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. utanríkisráðherra, við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um innleiðingu svonefnds þriðja orkupakka Evrópusambandsins, en utanríkismálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn frá honum.

Nánar á vefsíðu Viljans

Deila þessu:

Orkan okkar: Rök á móti sæstreng

Samtökin Orkan okkar hafa sett fram rök sem mæla gegn afsali á völdum þjóðarinnar í orkumálum. Þessi rök er öll að finna á vefsíðu samtakanna. Smelltu á hlekkinn til að kynna þér þau. Hér verða eingöngu talin rökin sem mæla gegn lagningu sæstreng undir orkulagabálki ESB. Það er rétt að taka það fram að hvorki númerin né röðin er sú sama og á vefsíðunni. Í einstaka tilfellum hefur orðalagið líka verið einfaldað.

Deila þessu: