fbpx

Orkan okkar: Rök á móti sæstreng

Samtökin Orkan okkar hafa sett fram rök sem mæla gegn afsali á völdum þjóðarinnar í orkumálum. Þessi rök er öll að finna á vefsíðu samtakanna. Smelltu á hlekkinn til að kynna þér þau. Hér verða eingöngu talin rökin sem mæla gegn lagningu sæstreng undir orkulagabálki ESB. Það er rétt að taka það fram að hvorki númerin né röðin er sú sama og á vefsíðunni. Í einstaka tilfellum hefur orðalagið líka verið einfaldað.

Deila þessu:

Kolsvört skýrsla um orkupakka 4

Í Noregi hefur verið tekin saman ný skýrsla um það sem sagt er staðreyndir orkukerfis Evrópusambandsins, iðnaðinn og orkuverð. Byggir skýrslan, sem heitir „EUs energiunion, strømprisene og industrien“, á rannsóknum á skjal­festum gögnum, fjöl­miðla­umfjöllun, viðtölum og samtölum við áhrifafólk í orku­geiranum.  Í skýrslunni segir m.a. að mótun lagaramma fyrir sameiginlegt orkunet Evrópu sé nú lokið með gerð orkupakka 1 – 2 – 3 og 4. Lauk því ferli í desember 2018 sem samþykkt í ESB. Hefur þessi fjórði pakki verið sendur ríkisstjórn Noregs með það í huga hann verði felldur inn í EES-samninginn í kjölfar samþykktar Stórþingsins á orkupakka 3 í byrjun síðasta árs. Það er þó háð því að Ísland samþykki einnig innleiðingu á orkupakka 3.

Nánar í Bændablaðinu
Og á vef ESB

Deila þessu:

Hvað þýðir höfnun stjórnskipulegs fyrirvara?

Dóra Sif Tynes

Dóra Sif Tynes skrifar í Kjarnanum:

„Kjósi Alþingi að hafna því að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara á ákvörðun sam­eig­in­legu EES nefnd­ar­innar er ekki staðan sú að menn ein­fald­lega setj­ist niður í sam­eig­in­legu EES nefnd­inni og semji aft­ur. Sam­kvæmt 103. gr. EES-­samn­ings­ins leiðir höfnun á því að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara til þess að fram­kvæmd við­kom­andi hluta EES samn­ings­ins er frestað til bráða­birgða nema sam­eig­in­lega EES-­nefndin ákveði ann­að. Síðan tekur við máls­með­ferð samn­ings­ins um lausn deilu­mála sem eftir atvikum getur falið í sér beit­ingu örygg­is­ráð­stafanna, þ.e. að hlutum samn­ings­ins sé kippt úr sam­bandi, að minnsta kosti tíma­bund­ið.“

Nánar á Kjarninn.is

Deila þessu:

Fjórði orkupakkinn á leiðinni

Á sama tíma og Íslendingar takast á um þriðja orkupakkann vinnur Evrópusambandið að því að innleiða fjórða orkupakkann. Í honum er markið sett á að uppfylla markmið Parísarasamkomulagsins í loftlagsmálum þar sem megináherslan verður lögð á að auka græna orku og orkunýtingu og að draga markvisst úr orkunotkun. Ekki liggur fyrir hvenær þessi nýi pakki verður innleiddur hér á landi.

Nánar á vef Ríkisútvarpsins

Deila þessu: