Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að hlusta á alla þá gagnrýni sem þetta mál hefur fengið á sig og afskrifa hana ekki sem þjóðernisraus og afturhald.
„Kannanir sýna að þjóðin hefur áhyggjur af hvað innleiðing 3 orkupakkans hefur í för með sér, í framtíðinni, en fyrir hana vinna kjörnir fulltrúar og embættismenn þar sem hagsmunir heildarinnar ættu að vera að leiðarljósi.“
„Það er eðlilegt að mál sem þetta þar sem framtíð orkuauðlinda þjóðarinnar blandast inn í sé umdeilt. Því er nauðsynlegt að allt í kringum það sé skýrt framsett og óvissu gæti ekki þannig að hægt sé að ala á úlfúð og hræðslu. Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig orkumálum verði umhaldið og nauðsynlegt er að almannaheill sé höfð í forgrunni.