Kári Stefánsson:
„Íslensk erfðagreining hefur lánað Orkunni okkar sem eru samtök andstæðinga orkupakkans sal til að funda í. Í því felst heldur enginn stuðningur við málstað. Fyrirtækið hefur lánað sama sal ókeypis fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem hafa beðið um hann sem og alls konar félagssamtökum. Með því hefur fyrirtækið lagt af mörkum til fjölbreytni í íslensku samfélagi.“
Er framsókn að bakka í orkupakkamálinu?
Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að hlusta á alla þá gagnrýni sem þetta mál hefur fengið á sig og afskrifa hana ekki sem þjóðernisraus og afturhald.
„Kannanir sýna að þjóðin hefur áhyggjur af hvað innleiðing 3 orkupakkans hefur í för með sér, í framtíðinni, en fyrir hana vinna kjörnir fulltrúar og embættismenn þar sem hagsmunir heildarinnar ættu að vera að leiðarljósi.“
„Það er eðlilegt að mál sem þetta þar sem framtíð orkuauðlinda þjóðarinnar blandast inn í sé umdeilt. Því er nauðsynlegt að allt í kringum það sé skýrt framsett og óvissu gæti ekki þannig að hægt sé að ala á úlfúð og hræðslu. Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig orkumálum verði umhaldið og nauðsynlegt er að almannaheill sé höfð í forgrunni.
Þriðji orkupakki ESB skapar pólitíska óvissu
Guðni Ágústsson:
“ Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og almenningur er dómharður í garð stjórnmálamanna og kröfuharður einnig um drenglyndi. Það er galið að gengið sé á gefin loforð og stefnumarkandi ályktanir flokksfélaganna. Svo kemur þriðji orkupakkinn eins og „uppvakningur” sem sendur er ríkisstjórninni og flokkum hennar til höfuðs. Enginn taldi að ógn stafaði af honum því leitað yrði undanþágu þar sem æðstu stofnanir bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn innleiðingu hans og formenn flokkanna og margir þingmenn og ráðherrar flokkanna talað með þeim hætti að innleiðing væri ekki á dagskrá.“
Enginn munur er á að veita ESB vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að afhenda þeim vald yfir fiskveiðilögsögu okkar.
Geir Waage:
„Samþykkt þriðja orkupakkans skerðir fullveldi þjóðarinnar. Enginn munur er á að veita útlendingum vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að undirgangast vald þeirra yfir fiskveiðilögsögu okkar. Þar er enginn eðlismunur á.“
Við getum ekki samþykkt framsal orkuauðlindanna við núgildandi stjórnarskrá
Árni Már Jensson:
„Ein af spurningum fáránleikans í þessu O3 máli er:
Hvernig hvarflar það, að stjórnmálaflokkum í vestrænu lýðræðisríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóðenda sinna, þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli? Undiralda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mundir. Þetta mál er margslungið og krefst ítarlegrar umfjöllunar, umræðu og umsagnar þegnanna. Ég minni á lýðræðið í þessu samhengi og þann hugræna mátt að nýta hyggjuvit heillar þjóðar í atkvæðagreiðslu í stað fámenns hóps misvitra umboðsmanna valdsins. Ákvörðun með fjöregg þjóðarinnar er mikil ábyrgð sem krefst skilyrðislauss gegnsæis í allri umræðu og hefur reynslan af framsali auðlinda sjávar og einkavæðingu bankanna kennt okkur að stjórnmálastéttinni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA staðfesti.“