Viðar Guðjohnsen jr segir m.a. Í Mbl þ. 9. apríl 2019 um 3. orkupakka ESB:
“Samlegðaráhrifin af valda- framsalinu og aukinni markaðsvæðingu í orkugeiranum geta reynst okkur Íslendingum dýrkeypt. Erum við að festa í lög eitthvert evrópskt reglugerðafargan sem getur gert grundvallarbreytingar á hagsmunum þjóðarinnar og vilja löggjafans með erlendum úrskurði?”
Sjá nánar í Morgunblaðinu þ. 9. apríl 2019
Samþykki orkupakkans nú væri glapræði
Þorbjörn Guðmundsson skrifar í Mbl:
Samþykki pakkans nú væri glapræði þar sem landsmönnum eru ekki ljósir kostir og gallar þess auk þess að ekki verður séð að við séum í kapphlaupi við tímann hvað þetta varðar. Hvort og hvenær við kjósum að tengjast hinum evrópska orkumarkaði og með hvaða hætti á að vera á okkar könnu, ekki annarra.
Nánar í Mbl. þ. 9. apríl 2019
Fréttatilkynning frá Orkunni okkar: Áskorun til þingmanna. Segið nei við þriðja orkupakkanum!
Mánudagur 8. febrúar 2019: Orkan okkar skorar á Alþingismenn að hafna þriðja orkupakkanum.
„Ágætu alþingismenn, segið nei við staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn). Beinið þeim tilmælum til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans enda er Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB.“
Áskorun til þingmanna er lokið – 16.814 tóku þátt!
Ágætu alþingismenn, segið nei við staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).
Beinum þeim tilmælum til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans enda er Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB.
Landssamband bakarameistara hafnar orkupakkanum
Frétt frá Landssambandi bakarameistara:
Um mitt ár 2003 tóku gildi hér á landi raforkulög þar sem innleidd var samevrópsk löggjöf á sviði raforkumála. Við þá innleiðingu breyttust taxtar og innheimtuferli orkufyrirtækja á landinu. Landssamband bakarameistara vakti athygli á því þá að stærstur hluti raforkunotkunar í bakaríum fari fram á þeim tíma sólarhrings þegar almenn orkunotkun er í lágmarki. Af þeim sökum og áður en að breytingunni kom höfðu bakarí notið betri kjara raforkuverðs, gegn því að hægt væri að rjúfa rafmagn til þeirra á öðrum tímum sólarhringsins.
Lesa áfram „Landssamband bakarameistara hafnar orkupakkanum“