fbpx

Felur í sér lagalega óvissu

Frétt í mbl.is 10. apríl 2019

Morgunblaðið ræddi við Friðrik Árni Friðriks­son Hirst sem stóð að álitsgerð um stjórnskipulega fyrirvara v. þriðja orkupakkans fyrir utanríkisráðuneytið. Hvað laga­lega óvissu varðar vegna leiðar rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir Friðrik aðspurður til að mynda ekki úti­lokað að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) teldi ástæðu til þess að höfða samn­inga­brota­mál fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um á þeim for­send­um að Íslandi beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög.

Það yrði þá gert á þeim grund­velli að Alþingi hefði aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðja orkupakk­ans eins og hann hefði verið tek­inn upp í EES-samn­ing­inn sam­kvæmt ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Mögu­legt væri að málið þróaðist með þeim hætti.

Eins væri mögu­legt að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfðuðu skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu ef þeir teldu að ís­lensk lands­lög tryggðu þeim ekki þann rétt sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um.

Lesa fréttina á vef mbl.is

Deila þessu:

Vá fyrir dyrum – Bréf til þingmanna

Viðar Guðjohnsen

Viðar Guðjohnsen jr segir m.a. Í Mbl þ. 9. apríl 2019 um 3. orkupakka ESB:

“Samlegðaráhrifin af valda- framsalinu og aukinni markaðsvæðingu í orkugeiranum geta reynst okkur Íslendingum dýrkeypt. Erum við að festa í lög eitthvert evrópskt reglugerðafargan sem getur gert grundvallarbreytingar á hagsmunum þjóðarinnar og vilja löggjafans með erlendum úrskurði?”

Sjá nánar í Morgunblaðinu þ. 9. apríl 2019

Deila þessu:

Samþykki orkupakkans nú væri glapræði

Þorbjörn Guðmundsson skrifar í Mbl:
Samþykki pakkans nú væri glapræði þar sem landsmönnum eru ekki ljósir kostir og gallar þess auk þess að ekki verður séð að við séum í kapphlaupi við tímann hvað þetta varðar. Hvort og hvenær við kjósum að tengjast hinum evrópska orkumarkaði og með hvaða hætti á að vera á okkar könnu, ekki annarra.

Nánar í Mbl. þ. 9. apríl 2019

Deila þessu:

Fréttatilkynning frá Orkunni okkar: Áskorun til þingmanna. Segið nei við þriðja orkupakkanum!

Mánudagur 8. febrúar 2019: Orkan okkar skorar á Alþingismenn að hafna þriðja orkupakkanum.

„Ágætu alþingismenn, segið nei við staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn). Beinið þeim tilmælum til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans enda er Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB.“

Hér má lesa fréttatilkynninguna ásamt greinargerð.

Deila þessu:

Áskorun til þingmanna er lokið – 16.814 tóku þátt!

Ágætu alþingismenn, segið nei við staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Beinum þeim tilmælum til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans enda er Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB.

Deila þessu: