Af hverju ég?

Ragnhildur Kolka

Ragnhildur Kolka skrifar um 3. orkupakka ESB:
„Þegar 80,5% almennings á Íslandi eru andsnúin afsali valds yfir orkumálum þjóðarinnar, má spyrja – í umboði hvers var þetta mál sett á dagskrá?“
—-
“ Þeir sem vilja virkja hverja sprænu þurfa hins vegar á hinu yfirþjóðlega valdi að halda til að fá framkvæmdaleyfin sem fást með því að skrúbba græna litinn af umhverfissinnum. Allir sem á annað borð hafa fylgst með samskiptum þjóða við ESB gera sér grein fyrir að fyrirvarar halda ekki. Við stöndum núna frammi fyrir glötuðum fyrirvörum varðandi landbúnaðarmálin rétt eins og bresku sjómennirnir sem trúðu á fyrirvara varðandi fiskveiðirétt sinn. Og Brexit-deilan, sem nú tröllríður heimsfréttunum, snýr að stærstum hluta um vantrú á fyrirvörum.“

Nánar í Mbl. þ. 11. apríl 2019

Deila þessu:

For­set­inn beiti synj­un­ar­valdi gegn orkupakka

Frosti Sigurjónsson

Verði þings­álykt­un­ar­til­laga Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um þriðja orkupakka ESB samþykkt á Alþingi og hljóti frek­ara braut­ar­gengi á þing­inu munu fé­laga­sam­tök­in Ork­an okk­ar skoða þann mögu­leika að safna und­ir­skrift­um og skora á for­seta Íslands að beita synj­un­ar­valdi gegn þeim frum­vörp­um sem tengj­ast orkupakk­an­um.“

Þetta seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, rekstr­ar­hag­fræðing­ur, fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn stofn­enda Ork­unn­ar okk­ar, fé­laga­sam­taka sem vilja standa vörð um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt Íslands í orku­mál­um.

Nánar á vef Mbl.is


Deila þessu:

Vaknið, vaknið Íslendingar!

Sigurbjörn Svavarsson skrifar í Mbl þ. 10. apríl 2019:
“Tvö helstu rök ráð-herranna, sem fara með þetta mál, eru að þetta auki samkeppni til góða fyrir neytendur! Þá má spyrja; af hverju þurfum við meiri samkeppni um okkar eigin auðlindir, með lægsta orkuverð í Evrópu? Hin rök ráðherranna eru að ef málið verður ekki samþykkt, þá setji það EES-samninginn í uppnám! Spurningin er þá; að þrátt fyrir að heimilt sé að hafna tilskipunum, eru þá íslenskir stjórnmálamenn svo hræddir við ESB að þeir þora ekki að standa með framtíðarhagsmunum þjóðarinnar? Þetta mál er miklu stærra en Icesave, sem Alþingi varð þrisvar afturreka með og þjóðin ákvað niðurstöðuna. Þessu máli má líkja við að afhenda ESB stjórn fiskveiða við Ísland. Í gegnum EES-samninginn er troðið inn skilgreiningum sem aldrei voru í upprunalega samningnum og nú fellur hrátt kjöt og rafmagn undir vörur í fjórhelsinu og við eigum á hættu að missa stjórn á auðlindum þjóðarinnar, orku og landbúnað (undir hótunum heildsala um stórfelldar skaðabætur) fyrir ákvarðanir ESB.”

Sjá nánar í Morgunblaðinu þ. 10. apríl 2019

Deila þessu:

Nýr orkupakki ESB: Vilja færa ákvörðunarvaldið til Brussel


Orkumálastjóri Evrópusambandsins,
Miguel Arias Cañete

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir um að færa ákvörðunarvald í orkumálum í auknum mæli frá einstökum aðildarríkjum og til Brussel.

Nýr orkupakki (sá fimmti) er í mótun hjá Evrópusambandinu (þann þriðja stendur til að innleiða hér á landi) og framkvæmdastjórn sambandsins hefur kynnt hugmyndir um að afnema neitunarvald einstakra ríkja þegar kemur að skattlagningu í orkumálum. Þess í stað er í undirbúningi að láta meirihluta aðildaríkja ráða í atkvæðagreiðslum sem byggir á fólksfjölda í hverju ríki fyrir sig. Það þýðir vitaskuld að fjölmennustu aðildarríki ESB munu ráða för í orkumálum, eins og víða annars staðar í ákvarðanatöku innan sambandins.

Nánar á Viljinn

Deila þessu:

Felur í sér lagalega óvissu

Frétt í mbl.is 10. apríl 2019

Morgunblaðið ræddi við Friðrik Árni Friðriks­son Hirst sem stóð að álitsgerð um stjórnskipulega fyrirvara v. þriðja orkupakkans fyrir utanríkisráðuneytið. Hvað laga­lega óvissu varðar vegna leiðar rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir Friðrik aðspurður til að mynda ekki úti­lokað að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) teldi ástæðu til þess að höfða samn­inga­brota­mál fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um á þeim for­send­um að Íslandi beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög.

Það yrði þá gert á þeim grund­velli að Alþingi hefði aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðja orkupakk­ans eins og hann hefði verið tek­inn upp í EES-samn­ing­inn sam­kvæmt ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Mögu­legt væri að málið þróaðist með þeim hætti.

Eins væri mögu­legt að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfðuðu skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu ef þeir teldu að ís­lensk lands­lög tryggðu þeim ekki þann rétt sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um.

Lesa fréttina á vef mbl.is

Deila þessu: