Ómar Geirsson:
„Þegar þingmenn fullyrða síðan fullum fetum að þeir hafi ekki afsalað neinu forræði, eða að regluverkið snúist um neytendavernd en ekki crossborder tengingar, þá er þeir annað hvort hreinræktaðir blábjánar, hafandi ekki vitsmuni til að skilja sínar eigin gjörðir, eða hreinræktaðir lygarar.“
—
„Nýting orkunnar á samfélagslegum forsendum, að framboð hennar sé öruggt og viðráðanleg öllum almenningi, er eitt af því góða við okkar samfélag, og varðandi atvinnulífið, samkeppnisforskot sem vinnur upp annað óhagræði sem fylgir smæð þjóðarinnar og fjarlægð frá mörkuðum. Um þetta hefur ríkt sátt að mestu en án allrar umræðu ætlar sá hluti alþingismanna, sem er fyrirmunað að segja satt orð um orkupakkann, að innleiða regluverk sem gerir ráð fyrir einum samevrópskum raforkumarkaði þar sem samkeppnismarkaðurinn ákveður raforkuverðið.“
Nánar á omargeirsson.blog.is þ. 31. ágúst 2019
Sérfræðiskýrsla Orkunnar okkar afhent þingmönnum
Elinóra Inga Sigurðardóttir formaður samtakanna Orkunnar okkar afhenti í dag öllum alþingisþingmönnum sérfræðiskýrslu samtakanna:
„Áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB – frá orkusamvinnu til orkusambands.„
Komið er að ögurstund í fullveldissögu Íslands hvað varðar stjórn á orkumálum landsins því þ. 2. september n.k. munu alþingismenn greiða atkvæði um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Samtökin Orkan okkar létu nýlega gera sérfræðiskýrlsla um málið og var hún kynnt á opnum blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 16. ágúst s.l. Heildarniðurstaða skýrsluhöfunda er að upptaka 3. orkupakka ESB „í íslensk lög sé skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Skýrsluhöfundar leggja „til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.“
Höfundarnir minna á mikilvægi þess að málið verði rækilega kynnt almenningi og í því skyni hefur skýrslan verið gerð aðgengileg öllum. Skýrslan var formlega afhent öllum alþingismönnum í dag en henni hafði áður verið dreift til þeirra á rafrænu formi.
Þriðji orkupakki ESB snýst ekki um sæstreng
Elinóra Inga Sigurðardóttir:
Þriðji orkupakki ESB snýst ekki um sæstreng.
Hann snýst um það hvort Íslendingar eru reiðubúnir til að framselja löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald í orkumálum Íslands til ESB eða hvort íslendingar vilja og geta ráðið sínum orkumálum sjálfir.
„Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila.“
„Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að stjórnmálamenn eru tilbúnir að samþykkja þriðja orkupakkann þrátt fyrir að meirihluti kjósenda þeirra er á móti þeim gjörningi. Samkvæmt skoðanakönnun Bylgjunnar nýlega þá vilja 65% segja nei. Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vilja markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að milliliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það hefur verið fróðlegt að upplifa það að í fréttum RÚV segir að raforkuverð muni ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka.
Nánar í Mbl. þ. 29. ágúst 2019
Skorað á forsetann
Fulltrúar Orkunnar okkar funduðu með forseta Íslands í morgun um þriðja orkupakkann. Á fundinum var forsetanum afhent áskorun þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn nema sameiginlega EES-nefndin hafi veitt Íslandi undanþágu frá innleiðingu eða þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á að undirgangast skuldbindingar orkupakkans.
Forsetinn tók við bréfi samtakanna með áskorunninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt nýlegri gögnum. Um er að ræða skýrslu samtakanna um áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB og minnisblöð Anars Þórs Jónssonar, héraðsdómara, og Tómasara Jónssonar, hrl.
Lesa áfram „Skorað á forsetann“RÚV hefur brugðist lögbundinni skyldu sinni
Þorsteinn Sæmundsson:
„Mjög hefur skort á þátttöku fjölmiðla í að kynna orkupakkamálið með skipulögðum hætti þó ekki megi setja alla undir sama ljós. Einkum hefur ríkisfréttastofan brugðist hlutverki sínu. Það er m.a. eftirtektarvert að fyrsta umfjöllun ríkisfréttastofunnar um fjöldasamtökin Orkuna okkar sem andæft hefur OP3 misserum saman fór í loftið fyrir viku. Ein umfjöllun að sjálfsögðu, síðan ekki söguna meir. Það er í sjálfu sér athugunarefni að RUV bregðist þannig lýðræðislegri og lögmæltri skyldu sinni. Önnur spurning er til hvers við rekum slíkan fjölmiðil fyrir almannafé ef hann efnir ekki lögmæltar skyldur sínar. Samkvæmt nýlegri könnun eru tveir þriðju hlutar þjóðarinnar á móti OP3. Þrátt fyrir það eru þeir sem taka svari þessa meirihluta sakaðir um andlýðræðislega tilburði. Hér snýr eitthvað á haus.“
Nánar í Mbl. 27. ágúst 2019