fbpx

„Nei­kvæðar af­leiðing­ar“ mark­mið ESB

Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent

Skúli Magnússon lögmaður:
Það er ljóst að „póli­tísk slagsíða“ er á EES-samn­ingn­um sem felst meðal ann­ars í því að að Íslandi og öðrum EFTA/​EES-ríkj­um er gert að taka ein­hliða upp lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu í gegn­um samn­ing­inn sem þau hafi mjög tak­markaða mögu­leika á að fjalla um. Mark­mið EES-samn­ings­ins er eins­leitni. Fyr­ir vikið á Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) að fylgja úr­sk­urðum fram­kvæmda­stjórn­ar sam­bands­ins og EFTA-dóm­stóll­inn að horfa til dóma­fram­kvæmd­ar Evr­ópu­dóm­stóls­ins sem hann og gerir.

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 29. apríl 2019

Deila þessu:

Óvissuferð með 3. orkupakka ESB

Viðar Guðjohnsen jr:
“Það þýðir ekki að stimpla alla þá sem hafa áhyggjur af vegferðinni sem fáfróða einangrunarsinna.
Slíkt er raunverulegt lýðskrum! Reyndar var sama rökleysan notuð af þessu sama fólki í Icesavedeilunni. Niðurstaða Icesavedeilunnar er samt sem áður nokkuð skýr og Ísland varð aldrei að Kúbu norðursins eins og menn spáðu.”

Nánar í Mbl. þ. 29. apríl 2019

Deila þessu:

Hvað með eignarrétt á auðlindum?

Haraldur Ólafsson

Haraldur Ólafsson:
„Það er til lítils að eiga auðlind ef frelsið til að selja eða nýta afurðina er takmarkað.  Vald Evrópusambandsins er töluvert og sívaxandi í málum sem lúta að dreifingu og sölu raforku. Það eykst verulega með þriðja orkulagabálknum og mun án efa aukast með orkulagabálkum sem á eftir koma.  Einlægur vilji Evrópusambandins til að stjórna orkumálum innan Evrópusambandsins og EES er ekki feimnismál, nema kannski á Íslandi. „

Nánar á vefsíðu Stundin þ. 29. apríl 2019

Deila þessu:

Það á að fela þjóðinni sjálfri hið endanlega úrskurðarvald, sem enginn getur deilt um.

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri um 3. orkupakka ESB:
„Í kjölfarið á Sjálfstæðisflokkurinn að efna til atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna meðlima sinna, sem teljast vera nokkrir tugir þúsunda, um málið og komast þannig að lýðræðislegri niðurstöðu. Þetta er uppbyggilegri meðferð máls sem ágreiningur er um en að segja pólitíska samherja vera „einangrunarsinna“. Varla getur forystusveit Sjálfstæðisflokksins verið andvíg slíkri málsmeðferð – eða hvað? En þetta mál snýst ekki bara um Sjálfstæðisflokkinn og skoðanir manna þar heldur snýr það að þjóðinni allri .“

Nánar í Mbl þ. 27. apríl 2019

Deila þessu: