fbpx

Fyr­ir­var­arn­ir hindra ekki mál­sókn

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
„Fyr­ir­var­ar sem stjórn­völd hyggj­ast gera ein­hliða vegna fyr­ir­hugaðrar inn­leiðing­ar þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins hér á landi í gegn­um EES-samn­ing­inn munu enga þýðingu hafa komi til þess að fjár­fest­ar vilji leggja sæ­streng á milli Íslands og Evr­ópu.“
Þetta seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, á Face­book-síðu sinni. Þar seg­ir hann að reyni ís­lenska ríkið að standa í vegi fyr­ir því að sæ­streng­ur verði lagður munu verða höfðað samn­ings­brota­mál gegn rík­inu sem það muni tapa þar sem orka sé skil­greind sem vara sam­kvæmt EES-samn­ingn­um, en svo­nefnt fjór­frelsi samn­ings­ins ger­ir meðal ann­ars ráð fyr­ir frjálsu flæði á vör­um inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Nánar á vefsíðu Mbl. 28. maí 2019

Deila þessu:

Markaðssetning orkupakkans

Dmitri Antonov

Dmitri Antonov:
„Það hefur verið áberandi í umræðunniað þeir sem standa á móti orkupakkanum séu ásakaðir um rangfærslur og áróður. Þó stóð Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sjálfur í ræðustól á Alþingi á föstudaginn og vændi stjórnmálaflokk í Noregi, ásamt samtökum þar ytra, um að standa í miklum áróðri gegn orkupakkanum. Í kjölfarið líður ekki helgin áður en svar berst frá Norðmönnunum þar sem þessum ásökunum er hafnað og bent er á að vitað sé til þess að ríkisstjórn Noregs hafi beitt ríkisstjórn Íslands mikilli pressu að samþykkja orkupakkann.
Var það þá Guðlaugur sjálfur sem tók við áróðri að utan og reyndi að spegla það yfir á andstæðinga orkupakkans? Erfitt að segja, en það lítur þó út fyrir það.“

Nánar á vefsíðu Viljans þ. 28. maí 2019

Deila þessu:

Hvers vegna á að fresta orkupakkamálinu?

Haraldur Ólafsson

Haraldur Ólafsson:
„Alþing­is­menn hafa talað nokkuð lengi um orku­laga­bálk­inn.  Þótt umræðan sé löng í klukku­stundum talið er ekki um ein­tómar end­ur­tekn­ingar eða merk­ing­ar­leysu að ræða.  Málið er furðu flókið og á sér marga anga.  Sífellt koma fleiri þættir upp á yfir­borðið og fleiri spurn­ingar sem er ósvar­að.  Skyn­sam­leg­ast er að hætta við málið en að öðrum kosti að fresta því til hausts.“

Nánar á vefsíðu Kjarnans þ. 28. maí 2019 

Deila þessu:

Lög um vinnuvernd brotin á Alþingi

Fulltrúar Orkunnar okkar lögðu í morgun fram kæru hjá Vinnueftirlitinu vegna brota Alþingis gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í kærunni er bent á að nefnda- og þingfundir hafi staðið yfir nánast samfellt allan sólarhringinn um nokkra hríð. Kæran var líka lögð fram hjá lögreglu.

Haraldur Ólafsson og Birgir Örn Steingrímsson, talsmenn Orkunnar okkar, ásamt Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, forstjóra Vinnueftirlitsins við afhendingu kærunnar

„Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frítdaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11. klst. hvíldartími er órafjarri frá því að vera virtur.“

Segir í kærunni, auk þess sem bent er á mikilvægi þess að alþingismenn geti haldið einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. „Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta [svo] og [allur] almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.“

„Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þrufi bara að fylgja þegar hentar.

Farið er fram á það í kærunni að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot.

Deila þessu:

Vill að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós á sæ­streng

Breski fjár­fest­ir­inn Edi Tru­ell, sem fer fyr­ir fyr­ir­tæk­inu Atlantic Superconn­ecti­on, vill að bresk stjórn­völd gefi grænt ljós um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir sem geri Bret­um kleift að sækja raf­orku til Íslands í gegn­um sæ­streng. Fjallað er um málið á vef The Times í dag.  Þar seg­ir að Tru­ell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bret­lands, en Tru­ell seg­ir að öll fjár­mögn­un liggi fyr­ir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórn­valda.  Greint hef­ur verið frá því, að Atlantic Superconn­ecti­on Corporati­on sé heiti á fé­lagi breskra fjár­festa sem miði að því að fjár­magna og setja upp 1.000 kíló­metra lang­an sæ­streng til Íslands.

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 27. maí 2019

Deila þessu: