Fyr­ir­var­arn­ir hindra ekki mál­sókn

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
„Fyr­ir­var­ar sem stjórn­völd hyggj­ast gera ein­hliða vegna fyr­ir­hugaðrar inn­leiðing­ar þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins hér á landi í gegn­um EES-samn­ing­inn munu enga þýðingu hafa komi til þess að fjár­fest­ar vilji leggja sæ­streng á milli Íslands og Evr­ópu.“
Þetta seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, á Face­book-síðu sinni. Þar seg­ir hann að reyni ís­lenska ríkið að standa í vegi fyr­ir því að sæ­streng­ur verði lagður munu verða höfðað samn­ings­brota­mál gegn rík­inu sem það muni tapa þar sem orka sé skil­greind sem vara sam­kvæmt EES-samn­ingn­um, en svo­nefnt fjór­frelsi samn­ings­ins ger­ir meðal ann­ars ráð fyr­ir frjálsu flæði á vör­um inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Nánar á vefsíðu Mbl. 28. maí 2019

Deila þessu: