Markaðssetning orkupakkans

Dmitri Antonov

Dmitri Antonov:
„Það hefur verið áberandi í umræðunniað þeir sem standa á móti orkupakkanum séu ásakaðir um rangfærslur og áróður. Þó stóð Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sjálfur í ræðustól á Alþingi á föstudaginn og vændi stjórnmálaflokk í Noregi, ásamt samtökum þar ytra, um að standa í miklum áróðri gegn orkupakkanum. Í kjölfarið líður ekki helgin áður en svar berst frá Norðmönnunum þar sem þessum ásökunum er hafnað og bent er á að vitað sé til þess að ríkisstjórn Noregs hafi beitt ríkisstjórn Íslands mikilli pressu að samþykkja orkupakkann.
Var það þá Guðlaugur sjálfur sem tók við áróðri að utan og reyndi að spegla það yfir á andstæðinga orkupakkans? Erfitt að segja, en það lítur þó út fyrir það.“

Nánar á vefsíðu Viljans þ. 28. maí 2019

Deila þessu: