Lög um vinnuvernd brotin á Alþingi

Fulltrúar Orkunnar okkar lögðu í morgun fram kæru hjá Vinnueftirlitinu vegna brota Alþingis gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í kærunni er bent á að nefnda- og þingfundir hafi staðið yfir nánast samfellt allan sólarhringinn um nokkra hríð. Kæran var líka lögð fram hjá lögreglu.

Haraldur Ólafsson og Birgir Örn Steingrímsson, talsmenn Orkunnar okkar, ásamt Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, forstjóra Vinnueftirlitsins við afhendingu kærunnar

„Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frítdaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11. klst. hvíldartími er órafjarri frá því að vera virtur.“

Segir í kærunni, auk þess sem bent er á mikilvægi þess að alþingismenn geti haldið einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. „Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta [svo] og [allur] almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.“

„Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þrufi bara að fylgja þegar hentar.

Farið er fram á það í kærunni að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot.

Deila þessu: