Viltu aðstoða okkur við dreifingu?

Nú þegar um hálfur mánuður er fram að þingstubbnum, þar sem gert er ráð fyrir að 3. orkupakkinn verði afgreiddur, blæs Orkan okkar til víðtækari kynninga á þeim margvíslegu rökum sem mæla gegn áframhaldandi innleiðingu orkulaggjafar ESB.

Heilsíðuauglýsingin í Mogganum í dag

Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með 10 góðum ástæðum, sem samtökin hafa tekið saman, fyrir því að hafna pakkanum. Á morgun er von á dreifildi úr prentum þar sem sömu ástæður eru taldar.

Okkur vantar fólk til að aðstoða okkur við dreifinguna. Ef þú vilt aðstoða okkur þá er búið að stofna hóp á Facebook. Þeir sem eru tilbúnir til að dreifa eru hvattir til að smella á þessa krækju og sækja um inngöngu í hópinn. Þeir sem eru ekki á Facebook geta sent okkur póst á orkanokkar@gmail.com

Eins má minna á plakötin en það eru enn þá 250 eintök af þeim eftir (lesa meira um þau hér). Svo minnum við á límmiða í bíla fyrir þá sem vilja styrkja okkur í viðspyrnunni gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB (lesa meira um þá hér).

Deila þessu: