mbl.is segir þann 27. október 2013 frá frétt í Guardian þar sem boðað er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands muni í þessari viku halda ræðu í London og skora á fjárfesta að styðja áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Nánar í frétt mbl.is Þess ber að geta að þessi frétt var borin til baka af embætti forsetans.
Sæstrengur gæti skilað 40 milljörðum á ári
Mbl.is sagði frá því 25 september 2013 að GAMMA hefði unnið skýrslu fyrir Landsvirkjun til að greina áhrif sæstrengs á hag heimilanna. GAMMA telur að tekjuauki Landsvirkjunar gæti numið 40 milljörðum árlega. Nánar í frétt mbl.is
Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs
mbl.is segir frá því í frétt 26. júní 2013 að ráðgjafahópur um lagningu raforkustrengs til Bretlands hafi nú skilað tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðarráðherra. Hópurinn telji frekari upplýsingar þurfa svo hægt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni slíks strengs.
Lesa áfram „Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs“Forstjóri Landsvirkjunar segir sæstreng skapa störf
Mbl.is skýrði þann 21 mars 2013 frá ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var sama dag í Hörpu. Fram kom í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar að sæstrengur milli Íslands og Bretlands myndi hafa fjölbreytt áhrif á íslenskt atvinnulíf og myndi ekki ógna stöðu stóriðjufyrirtækja hér á landi. Sagði hann sæstreng skapa fjölmörg áhugaverð störf, ekki síst fyrir verkfræðinga. Sjá nánar í frétt mbl.is
Orkumálastjóri ESB ræddi sæstreng við utanríkisráðherra Íslands
Mbl.is segir þann 7. mars 2013 frá fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og Günther Oettinger orkumálastjóra Evrópusambandsins og fulltrúa Þýskalands í framkvæmdastjórn ESB. Á fundinum ræddu þeir m.a. um mögulegt samstarf Íslands og ESB um flutning á orku um sæstreng. Sjá frétt mbl.is