Breskir fjárfestar vilja fjármagna sæstreng

Á vef mbl.is er sagt frá áformum breska félagsins Atlatic Superconnection Corporation (ASC) sem miðar að því að setja upp 1000 km langan sæstreng til Íslands. Verkefnið muni kosta 500 milljarða króna. Á fundi sem haldinn var á vegum Kjarnans og Íslenskra Verðbréfa hélt Charles Hendry, ráðgjafi og fyrrv. orkumálaráðherra Bretlands erindi, en hann er einn þeirra sem leiða það. Sagt er frá því að Hendry, hafi sem ráðherra undirritað viljayfirlýsingu við íslensk stjórnvöld um skoðun mögulegs sæstrengs milli landanna. Síðan hafi hann heimsótt landið nokkrum sinnum til að ræða við ráðamenn í tengslum við verkefnið. Nánar á mbl.is

Tilbúinn að fjármagna sæstreng

Mbl.is sagði frá því 9. febrúar 2014 að Edmund Truell, framkvæmdastjóri breska fjármálafyrirtækisins Tungsten Corporation, hafi áhuga á því að koma á raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands og hann hafi stofnað féalgið Atlantic Supergrid til að standa að fjármögnun. Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orkumála í Bretlandi sé þar í stjórn. Sjá nánar í frétt mbl.is

Ráðstefna í London um sæstreng til Íslands

Charles Hendry flytur erindi sitt

Raforkustrengur milli Íslands og Bretlands var helsta umfjöllunarefni ráðstefnu Bresk-íslenska verslunarráðsins sem fram fór 1. nóvember 2013 í London. Breski þingmaðurinn og fyrrum orkumálaráðherra, Charles Hendry sagðist sannfærður um að í Bretlandi væri pólitískur vilji til að skoða málið í þaula. Paul Johnson forstöðumarður þróunar hjá National Grid sagði Bretland þurfa að skoða fleiri sæstrengi til að efla orkuöryggi og hlut endurnýjanlegrar orku. Hann taldi National Grid hafa trú á sæstreng til Íslands, að það væri tæknilega framkvæmanlegt og ætti að geta reynst hagkvæmt. Sjá umfjöllun á vef Samorku og gögn ráðstefnunnar á vef Bresk Íslenska verslunarráðsins. Hér má sjá upptökur af erindum fyrirlesaranna. 

Ólafur Ragnar Grímson sagður ætla að skora á fjárfesta í London að styðja sæstreng

Ólafur Ragnar Grímsson

mbl.is segir þann 27. október 2013 frá frétt í Guardian þar sem boðað er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands muni í þessari viku halda ræðu í London og skora á fjárfesta að styðja áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Nánar í frétt mbl.is Þess ber að geta að þessi frétt var borin til baka af embætti forsetans.