Breskir fjárfestar vilja fjármagna sæstreng

Á vef mbl.is er sagt frá áformum breska félagsins Atlatic Superconnection Corporation (ASC) sem miðar að því að setja upp 1000 km langan sæstreng til Íslands. Verkefnið muni kosta 500 milljarða króna. Á fundi sem haldinn var á vegum Kjarnans og Íslenskra Verðbréfa hélt Charles Hendry, ráðgjafi og fyrrv. orkumálaráðherra Bretlands erindi, en hann er einn þeirra sem leiða það. Sagt er frá því að Hendry, hafi sem ráðherra undirritað viljayfirlýsingu við íslensk stjórnvöld um skoðun mögulegs sæstrengs milli landanna. Síðan hafi hann heimsótt landið nokkrum sinnum til að ræða við ráðamenn í tengslum við verkefnið. Nánar á mbl.is

Deila þessu: