Fá Bretar orku frá íslenskum eldfjöllum?

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar

Í frétt mbl.is 12. nóvember 2012 er vitnað í ummæli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunar í viðtali við breska blaðið The Times. „Það leik­ur eng­inn vafi á því að þetta er tækni­lega ögr­andi verk­efni, en það er eng­inn efi í okk­ar huga um að þetta er fram­kvæm­an­legt.“ segir forstjórinn. Sjá nánar í frétt mbl.is

Viljayfirlýsing undirrituð um raforkustreng til Færeyja

Steingrímur J. Sigfússon

Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. október 2012 að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Johan Dahl, viðskipta- og iðnaðarráðherra Færeyja hafi undirritað viljayfirlýsingu um að kanna möguleika á raforkustreng milli landanna. Fram kemur í fréttinni að 60% af raforku í Færeyjum og öll húshitun byggi á brennslu olíu. Sambærileg úttekt hafi verið gerð 2007 og hún bent til þess að strengur til Færeyja myndi ekki vera hagkvæmur.  Sjá frétt mbl.is um málið.

Flokksráðsfundur VG varar við hugmyndum um sæstreng

Katrín Jakobsdóttir formaður VG

Í frétt mbl.is 26. ágúst 2012 er sagt frá ályktunum Flokksráðsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal. Fund­ur­inn samþykkti meðal annars álykt­un um raf­magnssæ­streng þar sem varað er við fram­komn­um hug­mynd­um um lagn­ingu raf­magnssæ­strengs milli Íslands og Skot­lands. „Jafn­vel þó að slík sæ­strengslögn væri tækni­lega mögu­leg myndi fjár­fest­ing af þeirri stærðargráðu kalla á stór­fellda rán­yrkju á ís­lensk­um orku­auðlind­um og stór­hækk­un á raf­orku­verði inn­an­lands,“ seg­ir í álykt­un­inni. Sjá frétt mbl.is

Framsýn stéttarfélag hafnar hugmyndum um sæstreng

Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. maí 2012 að Framsýn stéttarfélag þingeyinga hafi á aðalfundi ályktað að hafna alfarið hugmyndum Landsvirkjunar og stjórnvalda um að flytja út orku með sæstreng til Evrópu. „Komi til þess að nátt­úru­auðlind­ir á Íslandi verði virkjaðar til at­vinnu­sköp­un­ar í Evr­ópu mun það án efa draga úr hag­vexti og at­vinnu­upp­bygg­inu á Íslandi með hækk­andi raf­orku­verði til fyr­ir­tækja og heim­il­anna í land­inu. Í því mikla end­ur­reisn­ar­starfi sem framund­an er eft­ir hrunið er ábyrgðar­hluti að ætla að mæta því með því að selja ork­una til út­landa. Því mót­mæl­ir aðal­fund­ur Fram­sýn­ar – stétt­ar­fé­lags.“ Frétt mbl.is