Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs

mbl.is segir frá því í frétt 26. júní 2013 að ráðgjafahópur um lagningu raforkustrengs til Bretlands hafi nú skilað tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðarráðherra. Hópurinn telji frekari upplýsingar þurfa svo hægt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni slíks strengs. 

Gunnar Tryggvason formaður hópsins sagði að hóp­ur­inn leggi til tvær leiðir. „Ann­ars veg­ar að ís­lensk stjórn­völd hefji viðræður við Breta um með hvaða hætti ís­lensk orka gæti verið seld – á hvaða kjör­um og til hversu langs tíma – í Bretlandi; hvort hún myndi falla und­ir þeirra íviln­un­ar­kerfi um um­hverf­i­s­væna orku. Og í öðru lagi að Landsneti – og í sam­starfi við Lands­virkj­un og eft­ir at­vik­um önn­ur orku­fyr­ir­tæki – yrði heim­ilað að hefja viðræður við mótaðila við hinn enda strengs­ins um rekst­ur og eign­ar­hald strengs. Í þess­um viðræðum myndi koma miklu betri fót­festa und­ir for­send­urn­ar sem þarf til að meta á end­an­um þjóðhags­lega hag­kvæmni strengs­ins,“ sagði Gunn­ar. Sjá frétt mbl.is og einnig viðtal við Gunnar Tryggvason. Einnig viðtal við Iðnaðarráðherra.

Deila þessu: