
Þann 27. maí 2015 veitti Orkustofnun Atlantic Superconnection Corporation LLP, skráð í Englandi og Wales, leyfi til rannsókna á hafsbotni vegna raforkusæstrengs. Áætlað er að rannsóknirnar fari fram á tímabilinu 1. júní til 1. september 2015. Þess er getið að Orkustofnun hafi upplýst atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti um fyrirhugaða leyfisveitingu. Hér er leyfisbréfið á vef Orkustofnunar.