
RUV.is segir frá því 13. nóvember 2018 að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi samþykkt tillögu um að flokkurinn hafni þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Ályktunin um EES samninginn hljóðar svo: „Kjördæmisþingið telur að margt hafi áunnist með EES samningnum en leggur áherslu á að vegna sérstöðu Íslands beri að gæta þess að taka ekki upp ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Til dæmis er ástæða til að hafna þriðja orkupakka ESB og leita allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi.“