Kastljósið fjallar um orkupakkann

Kastljós RÚV fjallaði um orkupakkann 13. nóvember 2018. Viðmælendur voru Guðni Jóhannesson orkumálastjóri sem sagði m.a. að orkupakkinn myndi ekki hafa áhrif á orkusölu hérlendis. Frosti Sigurjónsson f.v. þingmaður var spurður og svaraði í stuttu innleggi hvers vegna hann væri mótfallinn innleiðingu orkupakkans. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins sagði að ekki væri hægt að halda endalaust áfram með valdframsal. Höfnun hans myndi ekki marka endalok EES samningis. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingar vísaði til stöðu Norðmanna og hægt væri að standa með þeim. Sjá frétt rúv.is

Deila þessu: