fbpx

Þriðji orkpakkinn ræddur í þættinum Harmageddon

Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur var gestur útvarpsþáttarins Harmageddon á Bylgjunni þann 22. nóvember 2018. Frosti sagði meðal annars að Ísland ætti að krefjast undanþágu frá þriðja orkupakkanum í heild sinni enda sé Ísland ótengt orkumarkaði ESB. Ísland væri nú þegar með ýmsar undanþágur frá EES reglum, m.a. undanþágu frá reglum um jarðgas.  Frosti taldi að ESB hlyti að taka vel í að veita Íslandi undanþágu frá reglum EES um raforkumál. Ef slík undanþága fengist ekki auðveldlega væri það skýrt merki um að ESB teldi sig eiga einhverra hagsmuna að gæta varðandi raforku Íslands í framtíðinni. Þátturinn í heild.

Styrmir Gunnarsson bloggar: „Orkupakki 3: Af hverju þessi þögn um samþykkt miðstjórnarfundar Framsóknar?

Styrmir bloggar þriðjudaginn, 20. nóvember 2018:
Það er forvitnilegt að fylgjast með þeirri þögn, sem ríkt hefur að verulegu leyti um samþykkt miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um helgina um að hafna beri innleiðingu orkupakka 3 frá ESB
Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á þriðjudegi hefur þess ekki orðið vart Gera fjölmiðlar sé ekki grein fyrir mikilvægi þessarar samþykktar?

Hér er hægt að lesa bloggfærslu Styrmis

 

RÚV: Hvað er þriðji orkupakkinn?

Þriðji orkupakkinn var afgreiddur úr Evrópuþinginu árið 2009 en með honum er frjáls samkeppni tryggð á nýjum innri markaði Evrópusambandsins með raforku og gas, þvert á landamæri aðildarríkjanna.

Markmiðum reglugerðarinnar er skipt í fimm þætti:

a) Slíta í sundur rekstur orkuframleiðenda og dreifikerfa
b) Styrkja sjálfstæði eftirlitsaðila Stofnun ACER, yfirþjóðlegrar eftirlitsstofnunar með úrskurðarvald í ágreiningsmálum milli ríkja
c) Samstarf þvert á landamæri um dreifikerfi og stofnun samstarfsvettvangs fyrir rekstraraðila dreifikerfa
d) Aukið gagnsæi á neytendamarkaði
Lesa áfram „RÚV: Hvað er þriðji orkupakkinn?“

Jón Bjarnason f.v. ráðherra bloggar: „Framsókn hafnar Orkupakka ESB“

Jón Bjarnason

„Mikil andstaða er gagnvart innleiðingu Orkupakka ESB innan Sjálfstæðisflokksins og Miðflokkurinn er algjörlega andvígur. Sama er að segja um Flokk fólksins. Vafalaust sjá auðmenn og ýmis fyrirtæki í bísness mikla gróðavon að fá að komast inn í orkusölu og orkuviðskipti til Evrópu. Og einhverjir eru tilbúnir að ganga erinda þeirra. Það er ekki nýtt”, segir Jón Bjarnason m.a. í bloggfærslu sinni. „VG hlýtur samkvæmt grunnstefnu sinni að leggjast algjörlega gegn samþykkt og innleiðingu Orkupakkans”

Hér er hægt að lesa bloggfærslu Jóns Bjarnasonar

Ofurtenging yfir Atlantshaf krefst viðamikilla virkjana

Kvennablaðið birti 19. nóvember 2018 fréttaskýringu þar sem er meðal annars fjallað um áform breska félagsins Atlantic Superconnection um raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Meðal annars segir frá því að fyrirtækið hafi árið 2015 fengið leyfi Orkustofnunar til að gera rannsóknir á hafsbotni með slíkan streng í huga. Frést hafi í haust að svissneska félagið DC Renewable Energy sem er tengt Atlantic Superconnection, eigi nú 13% hlut í HS Orku. Sjá nánar í frétt Kvennablaðsins.