
Ögmundur Jónasson segir í Mbl m.a:
„Minnumst þess að ekki eru liðnir margir mánuðir síðan íslenskir skattgreiðendur voru þvingaðir með dómi til að borga Högum og öðrum verslunarrekendum þrjá milljarða í skaðabætur af völdum laga sem Alþingi Íslendinga hafði sett en þóttu brjóta gegn „fjórfrelsi“ ESB/EES. Hver hefði trúað þessu að óreyndu? Almenningur veit að þegar orkugeirinn hefur verið markaðsvæddur mun hann fyrr eða síðar hafna í klóm fjárfesta sem eru staðráðnir í að færa þann hagnað sem nú rennur til samfélagsins í eigin vasa.“
Nánar í Mbl 13. apríl 2019