Samtökin Orkan okkar hafa sett fram rök sem mæla gegn afsali á völdum þjóðarinnar í orkumálum. Þessi rök er öll að finna á vefsíðu samtakanna. Smelltu á hlekkinn til að kynna þér þau. Hér verða eingöngu talin rökin sem mæla gegn lagningu sæstreng undir orkulagabálki ESB. Það er rétt að taka það fram að hvorki númerin né röðin er sú sama og á vefsíðunni. Í einstaka tilfellum hefur orðalagið líka verið einfaldað.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þrýst hart á Frönsk stjórnvöld að selja vatnsaflsvirkjanir sem hafa verið í ríkiseigu. Verkalýðsfélög hafa mótmælt harðlega. Virkjanirnar hafa skilað miklum hagnaði til franska ríkisins. Franska þjóðin vill ekki einkavæða þær en ESB ræður. Energy World segir svo frá 9. apríl sl.
Guðni Ágústsson f.v. ráðherra: “ Hvað líða mörg ár þar til þeir innlendu og erlendu auðmenn, sem nú eru að kaupa upp landið og ætla að selja orkuna, virkjunarréttinn og vatnið eins og epli og appelsínur, hafa kært hið íslenska ákvæði um sæstreng? EES-samningurinn opnaði fyrir jarðakaup útlendinga og sumir segja að jarðalög, sem undirritaður bar ábyrgð á sem landbúnaðarráðherra, hafi opnað enn frekar leið þeirra. Jarðakaup á Íslandi voru leyfð útlendingum með EES-samningi. Réttur þeirra var innleiddur í EES. Strax um aldamótin 2000 fór eftirlitsstofnun ESA að krefjast breytinga á jarðalögum frá 1976. Þau stönguðust á við EES-samninginn. Það var ekkert íslenskt ákvæði til. Til að forðast lögsókn og skaðabætur varð að breyta jarðalögum og jafna leikreglurnar. „
Þorkell Á. Jóhannsson: “Það er aðeins í blekkingaskyni sem því er haldið fram að höfnun þessa orkupakka ógni EES-samningnum, því hann heimilar okkur einmitt slíka afstöðu. Það er hins vegar ljóst að sæstrengurinn mun valda stórhækkuðu orkuverði til allra notenda hér á landi, stórra sem smárra, t.d. vegna jafnaðar- stefnu ESB og eins og kunnugt er, er húshitunarkostnaður annarra Evrópulanda mun hærri en hér.” Nánar Mbl. þ. 15. apríl 2019.