Alls konar fólk úr alls konar flokkum

Það eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því Orkan okkar steig fram sem sérstakur málsvari þeirra sem vilja hafna orkulöggjöf ESB. Þennan tíma hefur fjöldi fólks tekið undir með okkur með einum eða öðrum hætti.

Þessi færsla er tileinkuð þeim sem hafa sett andlit sitt á baráttuna með því að taka þátt í viðtalsverkefninu okkar: NEI við 3. orkupakka ESB, veita okkur góðfúslegt leyfi til að nota myndir af þeim í innleggi til að vekja athygli á að: Ungt fólk á öllum aldri er á móti 3. orkupakka ESB!  og svo þeim sem fluttu framsögur á útifundum á Austurvelli sem fóru fram í byrjun sumars.

Andmælendur orkupakkans á You Tube

Þau segja NEI við orkupakka ESB

Ungt fólk er líka á móti orkupakkanum

Ungt fólk á öllum aldri er á móti orkulöggjöf ESB

Rök á móti orkupakkanum í ræðum á Austurvelli

Ræðumenn á útifundum Orkunnar okkar á Austurvelli 25. maí og 1. júní sl.

Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Við, sem erum sammála því að Íslendingar eigi að stýra sínum orkumálum sjálfir, viljum að Alþingi hafni 3. orkupakka ESB. Við þurfum að standa saman við að knýja á um það. Það er ýmislegt sem við getum gert með þeirri samstöðu.

Hér eru talin sex verkefni til að styðja og styrkja málstaðinn

Það er hægt að styðja við málstað Orkunnar okkar með ýmsu móti:

  1. Það geta allir skorað á alþingmenn að hafna 3. orkupakkanum með því að skrifa undir þessa áskorun.
  2. Við getum skorað á forsætisráðherra að setja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu.
  3. Það er hægt að styðja okkur og málstaðinn með innleggjum á reikninginn okkar. Bankaupplýsingarnar koma fram á myndinni hér að ofan.
  4. Okkur vantar fólk til að dreifa kynningar- og upplýsingaefni; helst um allt land. Sjá viðburð á Facebook
  5. Margir hafa verið duglegir við að líka við efni á samfélagsmiðlunum okkar, setja inn athugasemdir við færslur og deila þeim. Það er ómetanlegt.
  6. Fátt er sagt virka betur en „maður á mann“-upplýsingar og rannsóknir sýna að fólk treystir betur upplýsingum sem koma frá þeim sem það þekkir.

Auðvitað er hægt að styðja málstaðinn með margvíslegri hætti en því sem hér er talið. Þar má nefna: blogg, greinaskrif, viðtöl í fjölmiðlum og framleiðslu á hlaðvarpsþáttum eða myndböndum um málið, þannig að eitthvað sé talið.

Tvær áskoranir

Það eru komnar 15.000 áskoranir á þingmenn um að hafna 3. orkupakkanum og vísa honum aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar með þeim tilmælum að Ísland verði undanþegið innleiðingunni vegna þess að við erum ekki tengd rafmagnsmarkaði ESB.

Þeir sem eiga eftir að skrifa undir hafa rétt rúmar 5 vikur til að bæta úr því en orkupakkamálið verður tekið upp aftur á sérstökum þingstubbi sem áætlað er að hefjist þann 28. ágúst næst komandi. Þingsályktunartillagan, um breytingu á íslenskri orkulöggjöf, kæmi þá undir atkvæðagreiðslu tveimur sólarhringum síðar.

Við þinglok núna í vor var hrint af stað áskorun á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að setja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er líklegt að þeir séu margir sem styðja slíkar málalyktir en það er ekki víst að allir viti af þessari nýlegu áskorun, sem er sett fram sem síðu á Facebook. Rúmlega 5.000 manns hafa tekið undir áskorun síðunnar.

Það er mikilvægt að minna á þessar áskoranir annað slagið á næstu vikum.

Plaköt til dreifingar

Orkan okkar hefur látið prenta plakat með 5 mikilvægustu ástæðunum til að hafna 3. orkupakka ESB. Plakötin eru af stærðinni A3 og eru ætluð til upphengingar á fjölförnum stöðum eins og matvörubúðum, kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum, fjölbýlishúsum og víðar þar sem leyfi fæst fyrir upphengingunni.

Plakatið bíður þess eins að vera dreif sem víðast

Skoðasystkin okkar eru hvött til að taka þátt í dreifingunni. Þeir sem vilja leggja okkur lið í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband í síma: 849 77 16 eða senda okkur skilaboð í gegnum læksíðuna Orkan okkar á Facebook. Það er líka hægt að senda póst á orkanokkar@gmail.com

Ástæðurnar sem eru á plakatinu voru fundnar út með því að leggja fyrir könnun með 11 atriðum. Þátttakendur eru andstæðingar orkupakkans. Það má nálgast þessa könnun með því að smella hér. Ef einhver vill prenta plakatið út sjálfur þá er það aðgengilegt með því að smella á annaðhvort krækjuna eða niðurhalshnappinn hér fyrir neðan.