Ólafur Ragnar Grímson sagður ætla að skora á fjárfesta í London að styðja sæstreng

Ólafur Ragnar Grímsson

mbl.is segir þann 27. október 2013 frá frétt í Guardian þar sem boðað er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands muni í þessari viku halda ræðu í London og skora á fjárfesta að styðja áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Nánar í frétt mbl.is Þess ber að geta að þessi frétt var borin til baka af embætti forsetans.

Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs

mbl.is segir frá því í frétt 26. júní 2013 að ráðgjafahópur um lagningu raforkustrengs til Bretlands hafi nú skilað tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðarráðherra. Hópurinn telji frekari upplýsingar þurfa svo hægt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni slíks strengs. 

Lesa áfram “Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs”

Forstjóri Landsvirkjunar segir sæstreng skapa störf

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar

Mbl.is skýrði þann 21 mars 2013 frá ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var sama dag í Hörpu. Fram kom í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar að sæstrengur milli Íslands og Bretlands myndi hafa fjölbreytt áhrif á íslenskt atvinnulíf og myndi ekki ógna stöðu stóriðjufyrirtækja hér á landi. Sagði hann sæstreng skapa fjölmörg áhugaverð störf, ekki síst fyrir verkfræðinga. Sjá nánar í frétt mbl.is 

Hafa áhuga á orku frá Íslandi

Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands

Í frétt Mbl.is 11. apríl 2012 er haft eftir Charles Hendry orkumálaráðherra Bretlands í vefriti Guardian, að Bretar hafi áhuga á að nýta sér raforku frá Íslandi. Hendry segir að Bretar hafi átt alvarlegar viðræður við íslensk stjórnvöld um þetta mál og þau séu áhugasöm. Hann hafi einnig rætt við forstjóra Landsvirkunar. Nánar í frétt mbl.is 

Fá Bretar orku frá íslenskum eldfjöllum?

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar

Í frétt mbl.is 12. nóvember 2012 er vitnað í ummæli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunar í viðtali við breska blaðið The Times. “Það leik­ur eng­inn vafi á því að þetta er tækni­lega ögr­andi verk­efni, en það er eng­inn efi í okk­ar huga um að þetta er fram­kvæm­an­legt.” segir forstjórinn. Sjá nánar í frétt mbl.is

Viljayfirlýsing undirrituð um raforkustreng til Færeyja

Steingrímur J. Sigfússon

Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. október 2012 að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Johan Dahl, viðskipta- og iðnaðarráðherra Færeyja hafi undirritað viljayfirlýsingu um að kanna möguleika á raforkustreng milli landanna. Fram kemur í fréttinni að 60% af raforku í Færeyjum og öll húshitun byggi á brennslu olíu. Sambærileg úttekt hafi verið gerð 2007 og hún bent til þess að strengur til Færeyja myndi ekki vera hagkvæmur.  Sjá frétt mbl.is um málið.

Flokksráðsfundur VG varar við hugmyndum um sæstreng

Katrín Jakobsdóttir formaður VG

Í frétt mbl.is 26. ágúst 2012 er sagt frá ályktunum Flokksráðsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal. Fund­ur­inn samþykkti meðal annars álykt­un um raf­magnssæ­streng þar sem varað er við fram­komn­um hug­mynd­um um lagn­ingu raf­magnssæ­strengs milli Íslands og Skot­lands. „Jafn­vel þó að slík sæ­strengslögn væri tækni­lega mögu­leg myndi fjár­fest­ing af þeirri stærðargráðu kalla á stór­fellda rán­yrkju á ís­lensk­um orku­auðlind­um og stór­hækk­un á raf­orku­verði inn­an­lands,“ seg­ir í álykt­un­inni. Sjá frétt mbl.is