fbpx

Orkusamband ESB. Hvað með það?

Páll Vilhjálmsson

Páll Vilhjálmsson:
„Orkupakkinn mun leiða til æðisgengis kapphlaups auðmanna, innlendra og erlendra, að kaupa jarðir og réttindi til að framleiða og dreifa rafmagni. Auðmennirnir vita sem er að orkupakkinn er aðferð ESB til að tengja öll raforkukerfi þjóðríkjanna sem eiga aðild að orkustefnu ESB, sem heitir raunar Orkusamband ESB. Sæstrengur veit á tugmilljarða hagnað enda rafmagn í Evrópu mun dýrara en á Íslandi.“

Lesa áfram „Orkusamband ESB. Hvað með það?“

Mikill kraftur á Íslandi í baráttunni gegn ACER

Kat­hrine Kleve­land,
leiðtogi Nei til EU í Nor­egi 

Kat­hrine Kleve­land, leiðtogi Nei til EU í Nor­egi: 
„Bæði Nor­eg­ur og Ísland hafa ákveðið að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins og þá vil ég meina að bæði lönd­in hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að hafna valda­framsali til ESB. Þetta mál snýst um af­sal full­veld­is,“ seg­ir Kleve­land sem bend­ir á að það sé hlut­verk sam­tak­anna að vinna gegn full­veld­is­framsali til Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Lesa áfram „Mikill kraftur á Íslandi í baráttunni gegn ACER“

Elliði Vignisson hafnar orkupakka ESB

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi

Elliði Vignisson:
“Það hefur verið fráleitt að hlusta stuðningsmenn OP3 stilla þeim sem hafa uppi efasemdir, sem andstæðingum samstarfs við aðrar þjóðir. Eða að þar með vilji þeir uppsögn á EES samningnum. Slík strámennska skilar ekki árangri. Við, eins og aðrar þjóðir, þurfum að eiga í samstarfi en eðlileg krafa er að slíkt samstarf sé tvíhliða og að í því felist ekki framsal á rétti þjóðarinnar til sjálfstærar ákvörðunartöku í mikilvægum málum,“ segir hann.

Lesa áfram „Elliði Vignisson hafnar orkupakka ESB“

Hvers vegna fórna svo margir stjórnmálamenn sér fyrir 3. orkupakka ESB?

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri

Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, segir nokkuð ljóst af ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í fyrradag, laugardag, að þingflokkur sjálfstæðismanna ætli sér að samþykkja orkupakka 3 á Alþingi um næstu mánaðamót.
Á vefsíðu sinni segir Styrmir:
„Og þá er spurningin, hver verði pólitísk áhrif þess hér heima fyrir?
Líkleg áhrif þess eru þau að stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur verði fyrir verulegu áfalli í fylgi og að það komi smátt og smátt fram í skoðanakönnunum.

Lesa áfram „Hvers vegna fórna svo margir stjórnmálamenn sér fyrir 3. orkupakka ESB?“